Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Síða 22

Freyr - 01.06.1980, Síða 22
Á útisvœðinu voru það margháttuð tœki lengd skógarhöggi og skógarvinnu sem mest bar á. með því þykir félaginu ekki hvað síst stuðlað að aukinni kynningu á málefnum landbúnaðarins meðal bæjarbúa, sem nauðsynleg er til þess, að landbúnaðurinn njóti skilnings og sannmælis meðal bæjarbúa, sem nauðsynlegt er. Hér væri freistandi að skjóta inn í samanburði á norskri og íslenskri landbúnaðarpólitík, og þó öllu fremur þeirri rangsnúnu afstöðu, sem hér hefur tekist að skapa meðai, að því er virðist, verulega stórs hóps neytenda, í garð land- búnaðarins, með stöðugum blekkingaskrifum í skjóli fáfræði og skilningsleysis. Af einhverjum ástæðum virðast slíkir ,,Jónasar“ eða „öfuguggakratar“ ekki hafa stungið upp kollinum í Noregi og slík öfuguggaskrif virðast þar næstum óþekkt. Þó liggur það í augum uppi, að gæfi íslensk land- búnaðarstefna tilefni til slíkra skrifa, væri þau margföld að finna í þeirri norsku. Það skyldi þó ekki vera, að þarna lægju söguleg rök að baki og reynsla norsku þjóðar- innar hafi kennt henni, hvað það er, sem landbúnaðurinn gefur henni, og hvað það er að búa við skort á þeim vörum, sem hann gefur. Félag norskra landbúnaðarblaða- manna býður starfsbræðrum til kynnisferðar. Nú er þá loks komið að því að greina frá tildrögum þessara skrifa hér í Frey um Landbúnaðarvikuna í Osló. Það var í góðu samræmi við tilgang Landbúnaðarvikunnar í Osló, að Félag norskra landbún- aðarblaðamanna tók upp þann hátt fyrir fjórum árum að bjóða fulltrúum frá bræðrafélögum sín- um í nágrannalöndum til kynnis- ferðar til Oslóar, meðan á vikunni stæði. Slíkt boð barst þá einnig til Freys og var með þökkum þegið, enda harla fróðlegt að hitta starfsfélaga frá flestum Vestur- Evrópulöndum í nokkra daga, þó að þeir kæmu að sjálfsögðu frá gjörólíkum aðstæðum, bæði í einu og öðru tiiliti. Blöð þeirra eru sem voldugir risar með tugi starfs- manna og tugþúsundir kaupenda. í einu gat þó greinarhöfundur skákað þeim, — þegar spurt var um áskrifendafjölda, var létt að beita hlutfallssamanburðinum og segja, að um 80% íslenskra bænda væru áskrifendur. En þetta er að- eins það vanalega í samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Svolítið um sýninguna sjálfa. Hér skal ekki fjölyrt um sýninguna 336 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.