Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 18

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 18
Var það við Skeiðaáveituna, sem hin óbilgjarna og pólitíska klöpp kom í ijós? Jú, það var þar, en ég kann nú ekki að greina nánar frá því, en þetta kom eftir á inn í pólitískar deilur. Annars er það annað,. sem væri rétt að rifja upp. Það er upphaf sandgræðslustarfa hér á Skeiðum. Það var tengt Skeiðaáveitunni og reyndar forsenda hennar. Þannig var, að 1908 var danskur verk- fræðingur fenginn til að gera áætl- un um Skeiðaáveituna. Hann áætlaði m. a., að áveita á Skeiðin mundi kosta um 200 þúsund krónur, með nauðsynlegum þurrkskurðum, og hann lagði mikla áherslu á það í skýrslu sinni um málið, að áður en hafist verði handa um framkvæmd verksins, þurfi skilyrðislaust að vera búið að hefta uppblásturinn, sem á þeim tíma var mjög mikill í kringum Reyki á Skeiðum og mátti segja, að ógnaði byggð á Skeiðunum. Sandmökkurinn hefði komiðþvert á skurðinn úr Þjórsá. Á þessu var búið að ráða bót, þegar hafíst var handa, því að fyrsta sandgræðslu- girðingin var gerð hjá Reykjum 1908. Þú er búinn að segja mér margt um myndun sveitarinnar og sögu, en þú ert að vinna að eins konar byggðasögu. Viltu segja mér af því verki? Búnaðarsamband Suðurlands ákvað árið 1974, að það yrði einn liður í því að minnast 70 ára af- mælis þess að gefa út byggðalýs- ingu á Suðurlandi. Til þess að sjá um þetta var skipuð þriggja manna nefnd, þeir Oddgeir Guðjónsson í Tungu í Fljótshlíð, sem er for- maður, Júlíus Jónsson í Norður- hjáleigu í Álftaveri og ég. Það hef- ur verið unnið að þessu allmikið og fyrsta bindið fer nú að koma út, og í því verður fjallað um fjóra hreppa í uppsveitum Árnessýslu, Tungur, Hreppa og Skeið. Þú ert m eð prófarkir að þessu hér á borðinu hjá þér. Viltu lýsa því svolítið, hvernig á málunum er tekið? Þetta verður í svipuðu formi og sumar eldri byggðalýsingar, t. d. eins og Snæfellingar og Eyfirðing- ar hafa byggt upp sínar byggða- lýsingar. En að rituninni höfum við staðið þannig, að hver hreppur sér um textann fyrir sína sveit. Það er byrjað með 20—30 blaðsíðna yfirlitsgrein um sveitina. Síðan fær hver bær eina síðu í ritinu, og þar verður mynd af húsráðendum og bæ j arhúsu m. Með svo kröppu formi er að sjálfsögðu ekki hægt að koma miklu að, en við sáum ekki, að tækilegt væri að hafa þetta rýmra, og höfum því haldið fast við þetta. Nú, þó að valinn maður hafi verið fenginn í hverri sveit, var allmikið verk að samræma það, sem frá þeim kom. Og á þessu bindi, sem nú er að koma, hefur Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík í Flóa séð um ritstjóm. Á titilsíðu mun eiga að standa, að hann hafi séð um útgáfuna. Svo er auk þessa geysilega mikil vinna að safna myndum. Auk þess er þetta vandasamt í yfirlestri og verður að byggja á staðkunnugum mönnum. Hvað verða þetta mörg bindi? Við reiknum með, að þetta verði sex bindi. Nú er þegar farið að undirbúa annað bindið, og það verður úr Rangárvallasýslu, og verður vonandi hægt að fara að setja það núna í sumar. Þú ert bókamaður og hefur fengist við fræðistörf. Finnst þér þeim fækka, sem fást við fræðagrúsk, eða finnast þeir í hverri sveit? Ég held, að það hafi sýnt sig m. a. í sambandi við þetta verk, að þegar á reynir, þá finnast menn í hverri sveit, sem hafa fengist við eitthvað slíkt, og alls staðar hafa fundist menn vel fallnir til að leysa þetta af hendi. Þaðfelsttöluverðsögurituní þessu. Auk þess sem hverri sveit er lýst í yfirlitsgreininni, er þar rakin nokkuð búskapar- og félagsmála- saga. Og með hverri jörð er rakið bændatal frá því um 1900. En mér 332 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.