Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 8

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 8
Á Tilraunastöðinni á Sámsstöðum hefur verið tekinn upp nýr þáttur í starfseminni, frœræktin. um við stofnun Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins. Tengslin við leiðbeiningaþjónustuna eru þó e. t. v. of veik. Hlutverki tilraunastarfseminnar má einnig skipta í tvo þætti. Ann- ars vegar eru tilraunir, t. d. með áburðarmagn eða grasstofna, sem gefa niðurstöður, sem leiðbein- ingaþjónustan getur stuðst við án verulegrar sérfræðilegrar túlkun- ar. Slíkar tilraunir eru oft gerðar að frumkvæði tilraunastjóranna eða ráðunauta í grenndinni. Hins vegar þurfa sérfræðingar á til- raunastöðvunum að halda til að fá efnivið í rannsóknir sínar. Niður- stöður úr rannsóknum sérfræðing- anna koma leiðbeiningaþjónust- unni einnig að gagni, þótt síðar verði. Jafnframt eru tilrauna- stöðvarnar nauðsynlegur tengilið- ur við landbúnaðinn til þess, að þeir, sem að rannsóknum vinna, missi ekki sjónar á þeim viðfangs- efnum, sem úrlausnar bíða og eru ólík, eftir því hvar er á landinu. Ég held, að hið fyrsttalda hlut- verk tilraunastöðvanna sé mörg- um efst í huga. í því getur þurft að taka sérstakt tillit til aðstæðna og viðhorfa, sem eru sérstök fyrir viðkomandi landshluta. Með stofnun Tilraunaráðs jarðræktar samtímis því, að tilraunastöðvun- um var fjölgað í fjórar, var þó stefnt að samræmingu tilrauna- starfseminnar. Mönnum var fullljóst, að röð tilrauna með svip- uðu sniði, sem eru gerðar víða, gefur mun fyllri niðurstöður en einstakar tilraunir. Einnig var komið upp sameiginlegri efna- greiningaþjónustu, sem Atvinnu- deild Háskólans annaðist. Á sjötta áratugnum fengust niðurstöður úr einföldum áburð- artilraunum, sem áburðarleið- beiningar byggjast enn að veru- legu leyti á. Ef skammtímasjón- armið í ríkisfjármálum hefðu verið ráðandi, hefði ugglaust mátt leiða að því rök, að nú væri allur sann- leikur, sem máli skiptir, höndlaður og nú mætti Ieggja þessa starfsemi niður. Sem betur fer kom ekki til þess. Sú breyting, sem varð á rækt- unarháttum, kallaði á ný viðfangs- efni. Framboð á áburðartegundum breyttist, svo að tilbúinn áburður varð snauðari af kalsíum og brennisteini en áður. Kalárin leiddu í ljós verulega vankunnáttu í ræktunarmálum, sem gerði tilkall til nýrra rannsókna. Sum þessara vandamála var enn unnt að Ieysa með tiltölulega einfaldri til- raunastarfsemi, en önnur við- fangsefni geta gefið ósamhljóða niðurstöður, t. d. eftir staðháttum eða árferði, ef þau eru einfölduð um of. Eins getur komið fyrir, að einföld túlkun á niðurstöðum ein- faldrar tilraunar leiði til rangrar ályktunar. Til þess að gefa fyllri 322 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.