Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 25

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 25
Margter sér til gamans gert. Búfrœðistúdentar frá Asi gengu spilandi um sýningar- sali. Margt var á sýningunni til að minna á hina villtu náttúru ogþörfina á að umgangast hana með varúð. Búféð á sýningunni var nánasl sem sýnishorn borginni og var áhuginn augljós. — en að því streymdi ungviðtð ur dæmi má nefna tæki, sem notuðu varmann úr mjólkinni til að hita upp vatn, sem nota þarf í mjólkur- húsinu. Fjölbreyttur tækjabún- aður var þarna til að auðvelda notkun skógviðar til upphitunar, tæki til að búta niður og kljúfa eldivið og margs konar tæki til að kurla úrgangsvið og sjálfvirkir brennarar fyrir slíkt kurl og mið- stöðvarkatlar þeim tengdir. Parna voru einnig kynntir möguleikar til að nýta svörð til brennslu eða ann- arrar orkuvinnslu. Þó að greinilega megi sjá á svona sýningum, að tækniþróunin í landbúnaðinum leiðir yfirleitt til stærri og stærri eininga og stöðugt flóknari vélasamstæður koma fram, bar einnig á hinu, að verið var að kynna einföld tæknibrögð til að létta störfin. Að baki slíkra tækja liggja oft snjallar hugmynd- ir, og þegar búið er að setja þær fram, virðast þær svo einfaldar, að undrun vekur, að þær skuli ekki hafa fyrir löngu verið komnar fram. Sérstök deild var á sýning- unni, þar sem kynntar voru slíkar hugmyndir og þeim veittar viður- kenningar. Þetta minnti á það, sem maður rekur sig oft á hér á landi, að bændur finna upp og smíða sjálfir ýmsan búnað. Kostir slíkra tæknibragða fram yfir hinar flóknu vélar eru þeir, að þau létta oft störfin án þess, að hagnaðurinn hverfí vegna aukinnar fjárfesting- ar. Blaðamannafundir og önnur kynning. í sambandi við sýninguna var mikið um blaðamannafundi. í fyrsta lagi var gestunum boðið tii undar með landbúnaðarráðherr- anum norska, Osksnes, síðan áttu þeir, sem fylgst gátu með norsku, kost á að fylgjast með og taka þátt í fundi, þar sem norskir blaðamenn spurðu hann spjörunum úr. Þarna Frh. á bls. 351. FREYR — 339

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.