Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 24

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 24
sjálfa, sem okkur var að sjálfsögðu boðið að skoða. Þar bar að venju á slíkum sýningum mest á alls konar vélum og hvers konar tæknibún- aði. Einkennandi er, að alltaf eru vélarnar og vélasamstæðurnar að stækka. Dráttarvélarnar verða öflugri og betur búnar á allan hátt. Húsin verða stöðugt þægilegri og búa bóndanum þægilegri vinnu- stað. Enda er nú hvarvetna farið að ræða um það „að bæta aðbúð á vinnustað“ einnig í landbúnaðin- um, þó að þær umræður hafi tæp- ast náð hingað til lands, enn sem komið er. Þá mátti glöggt sjá, að dráttarvélar með drif á öllum hjól- um vinna einnig ört á í Noregi. „Landbúnaðurinn og orkan“. Þema þessarar sýningar var annars „landbúnaðurinn og orkan“ og var gefinn út sérstakur bæklingur á vegum sýningarinnar, þar sem þeim sýnendum, sem sýndu hluti tengda þessu þema, orkusparnaði og nýjum leiðum í sambandi við orkunýtingu, var gefinn kostur á að kynna hluti sína þessu tengda sérstaklega í bæklingnum. Þarna mátti sjá margar hug- myndir og útfærslur á þeim. Sem Gamla tœknin. Og sú nýja. Stórfenglegur vélabúnaður til vökvunar setur œ meiri svip sinn á bútœknisýningar. Lítið er um búfé á sýningunni. Par voru þó sýndir kynblendingar á milli villisvína og ræktaðra. I villis"ínin eru sóttir ákveðnir eiginleikar til að styrkja hina þaulræktuðu stofna. 338 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.