Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1980, Qupperneq 11

Freyr - 01.06.1980, Qupperneq 11
aflað, fyrnist, ef hún er ekki sífellt endurnýjuð. Að endingu vil ég benda á, að sú aðför að allri opinberri starfsemi, sem nú er gerð af vaxandi þunga, er sprottin af sama skilningsleysi á eðli og þörfum íslensks þjóðfélags og aðför sú að landbúnaðinum, sem einkum er kennd við Dag- blaðið og hefur m. a. verið for- dæmd á síðum Freys. Sá kostn- aður, sem lagður er t. d. í rekstur tilraunastöðva, á að geta skilað sér margfalt aftur í lækkuðum rekstr- arkostnaði í landbúnaði. Tekna til að halda uppi yfirbyggingu þjóð- félagsins er m. a. aflað með skatt- lagningu vöru og þjónustu. Neytandinn greiðir í verði vöru og þjónustu annan skatt, sem nefnist álagning og nægir til að halda uppi margfaldri yfirbyggingu á ýmsum sviðum viðskipta. Þessi skattlagn- ing nýtur skilnings þeirra aðila, sem mest gagnrýna þá skattlagn- ingu, sem rennur til samneyslu og vart hrekkur til að halda uppi og þróa nauðsynlegustu þætti opin- bers rekstrar. Frá Veðurstofu íslands: Breytingar á mörkum og heitum spásvæða Veðurstofu íslands Hinn 17. maí 1980 koma til fram- kvæmda nokkrar breytingar á spásvæðum Veðurstofu íslands, og sýna meðfylgjandi kort mörk og heiti spásvæða á íslandi og á mið- um umhverfis landið eins og þau þá verða. Breytingar frá núgild- andi tilhögun sem máli skipta eru: 1. Nafn spásvæðisins Suðvestur- land breytist í Suðurland. Mörk svæðisins eru þau sömu og verið hafa. 2. Mörkin milli Breiðafjarðar og Vestfjarða færast frá Látra- b jargi aðKóp. Patreksfjörðurog Tálknafjörðurfylgjaþvíhéðaní frá spásvæðinu Breiðafjörður. 3. Norðurhluti Hornstranda hef- ur hingað til fylgt V estfjörðum í veðurspám, en nú verða norðurmörk Vestflarða -við Hælavíkurbjarg. 4. Langsamlega veigamesta breytingin sem gerð verður er sú að skipta Norðurlandi í tvö spásvæði. Vestara svæðið ber heitið Strandir og Norðurland vestra og nær frá Hornströndum aðTröllaskagamilliSkagafjarð- ar og Eyjafjarðar. Eystra svæðið heitir Norðurland eystra og nær frá Tröllaskaga til Langaness. 5. Við Langanes tekur við spá- svæðið Austurland að Glett- ingi, og nær það í stórum drátt- um yfir svipað svæði og hingað til hefur verið nefnt Norð- austurland. 6. Mörk milli Austfjarða og Suð- austurlands verða um Lóns- heiði. 1. Suðurland 2. Faxaflói 3. BreiðaQörður 4. Vestfirðir 3. Strandir og Norðurland vestra 6. Norðurland eystra 7. Austurland að Glettingi 8. Austfirðir 9. Suðausturland Spásvæði á landinu verða nú 9 talsins í stað 8 áður. Spásvæðum á miðum umhverfis landið fjölgar til samræmis og eru mörk þeirra tengd mörkumálandi.Ytrimörkmiðanna eru 62.5°N suður af landinu, 26°V vestur af landinu, 67°N norður af landinu og 12°V fyrir austan land. Nöfn miða fyrir Norður- og Aust- urlandi breytast dálítið. Mörk og heiti „djúpanna" svonefndu verða óbreytt. Spásvæðin á landi og samsvar- andi svæði á miðunum verða eftir breytinguna sem hér segir: Suðvesturmið Faxaflóamið BreiðaQarðamið Vestfjarðamið Norðvesturmið Norðausturmið Austurmið Austfjarðarmið Suðausturmið FREYR — 325

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.