Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 26

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 26
Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunauíur: Vetrarlömbin þrifust vel í vetur var greint hér í blaðinu (3. tbl., febrúar, bls. 79—82) frá nýstárlegri tilraun í Gunnarsholti með að láta ær bera að vetrarlagi, í þeim tilgangi að framleiða dilkakjöt fyrir ,,páskamarkað“. Sagt var frá tilhleypingum í ágúst og sauðburði í janúar, sem gekk vel. Hér verður þráðurinn tekinn upp aftur og grein gerð fyrir seinni hluta tilraunarinnar, en henni lauk í lok mars. Lömbin höfðu aðgang að sérstökum jötum. Fóðrun og hirðing var prýðileg. Myndina tók greinarhöfundur 25. febrúar. (Ljósm. Ó.R.D.). I. Fóðrun og meðferð. Skömmu eftir burð voru burðarstí- urnar teknar upp, og var ám og lömbum skipt á milli fimm stía í húsinu. í hverri þeirra var lamba- varogsérstökjatafyrirlömbin.íall- ar jötur voru settar heygrindur (rekkar), þannig að lömbin gátu ekki gengið í heyinu. Gefið var fjórum sinnum á dag, og voru kindurnar ekki látnar út. Húsið var hlýtt, bjart og loftgott, með grindargólfi. Æroglömbfengu ætíð gott hey að vild. Byrjað var að gefa ánum grasköggla, þegar þær voru settar í burðarhúsið skömmu fyrir jói, og frá þeim tíma og til loka mars voru ám og lömbum gefnar samtals 750 fóðureiningar af þeim. Auk þess voru ám og lömbum gefn- ar 750 fóðureiningar af A-fóð- urblöndu á tímabilinu frá miðjum janúar (skömmu eftir burð) til slátrunar í lok mars. Fóður- blöndugjöf var aukin smám saman, eftir því sem leið á vaxtarskeið lambanna, en meginfóðrið var samt sem áður innlent. Fljótlega eftir fæðingu fékk hvert lamb töflu gegn unglamba- skitu. Lömbin voru ekki bólusett gegn lambablóðsótt, þar eð bólu- efnið var ekki fáanlegt, en tveimur vikum eftir burð voru þau inn- sprautuð með D-sermi gegn flos- nýrnaveiki. Til að fyrirbyggja innistöðuskjögur voru lömbin inn- sprautuð með selen- E-vítamín- upplausn, fyrst 3—4 dögum eftir burð og aftur um þremur vikum síðar. Nokkur lömb fengu skitu, en voru læknuð með súlfatöflum. ÖIl- um ám og lömbum vargefið ormalyf í fyrri hluta febrúar, og þá fengu smæstu lömbin sprautu með alhliða vítamíni. Strax eftir að ærnar komu í burðarhúsið þurfti að inn- sprauta eina ána með kalkupp- lausn vegna doða. Nokkru áður, eða í byrjun desember, hafði önnur ær verið sprautuð vegna doða, og sú sama þurfti einnig lyfjameðferð gegn júgurbólgu skömmu eftir burð. Engin lyf voru notuð síðasta mánuðinn fyrir slátrun, og í heild var lyfjanotkun hófleg, enda heilsufar gott, bæði hjá ám og lömbum. II. Þríf áa og lamba. Ærnar héldu góðum holdum út alla tilraunina. Tvær ánna misstu 340 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.