Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 17

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 17
Fjall á Skeiðum. flóðin fóru aftur að koma. Svona hafa menn verið fljótir að gleyma. Svo er það aftur á tímabilinu frá 1930 og fram yfir 1950, að þessi flóð eru ákaflega tíð. Nú munu liðin ein tólf ár, síðan kom verulegt flóð, síðasta árflóð, sem kom, var 1968. Svo er það Skeiðaáveitan. Vilt þú segja mér frá henni? Það var fyrsta stóra breytingin á búskaparaðstöðuhéráSkeiðunum, þegar Skeiðaáveitan kom. Hún var tekinínotkun 1923. I>á varbúið að vinna að framkvæmdum í sex ár. Hún er því eldri en Flóaáveitan. En þá var búið að vera umtal um stórar áveitur á Flóann og Skeiðin í 40 ár. Það var byrjað að ræða um þetta um 1880. En svo er ráðist í Skeiðaáveituna 1917. Þá voru nú engin stórvirk tæki komin, en fyrsta skurðgrafan kom þó 1919. Það var grafa, sem gekk á spor- braut á skurðbökkunum og stóð á brú yfir skurðinn. Hún var aðeins notuð við aðaláveituskurðinn, en allt skurðakerfið, um 60 km, var grafið með handafli. Þegar farið var að vinna að Flóaáveitunni, var grafan flutt þangað til þess að grafa aðalskurðinn þar. „Ég hef svolítið verið að safna persónulegum fróðleik, en hef þó meiri áhuga á atvinnusögu". FREYR — 331

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.