Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 32

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 32
Hundur með bitœði. Sjáöldur útglennt, rangstæð augu, hálflamaður skoltur, slefa og óeðlileg staða fóta. eða önnur dýr hafa valdið, og að- skotahluti ýmiss konar er oft að finna í maganum. Einkenni. Oft er venja að skipta sjúklegum einkennum, sem fram koma við hundaæði, í þrjú stig, sem þó eru ekki skarpt aðgreind, og koma heldur ekki alltaf í ljós. Fyrsta stig (St. prodromorum) lýsir sér eink- um með annarlegri hegðan sjúk- lingsins og skyntruflunum. Annað stig (St. exitationis) einkennist einkum af ókyrrleika, æsingi eða æði. Lokastigið (St. paralyticum) er tengt lömunum. Hundar. Hjá hundum líða venjulega 3—8 vikur frá því, að þeir smitast við bit, þar til sjúkleg einkenni fara að koma fram, sjaldan er tími þessi skemmri en tvær vikur eða lengri en fjórir mánuðir, en einstöku sinnum líður þó meira en hálft ár frá því, að hundur er bitinn, og þar til hann veikist. Pað, sem eigandi eða kunnugir taka fyrst eftir, er, að skapferli hundsins breytist. Hann verður duttlungafullur, órólegur og við- skotaillur, ef reynt er að kjassa hann, þótt hann sé annars mein- laus. Lystin verður kenjótt, oft etur hann ekki sinn venjulega mat, en sækir þess í stað í ýmiss konar óþverra, gleypir jafnvel ýmsa hluti, svo sem smásteina og spýtur, jafnvel glerbrot. Stundum virðist hundurinn fá ofskynjanir, glefsar út í loftið og er mjög órólegur og gegnir ekki, þótt kallað sé á hann. Á þessu forstigi sjúkdómsins, sem venjulega stendur í 2—3 daga, eru sjúkdómseinkennin ekki glögg og allbreytileg, en síðan skýrast einkennin og hin eiginlega sjúk- dómsmynd hundaæðisins kemur fram. Annars vegar er deyfð, sljó- leiki og lamanir mest áberandi. Hundurinn getur ekki gelt, slefar og liggur með hálfopinn munninn, á erfitt með að kyngja og tungan lafir hálfmáttlaus út úr munninum og öll hegðan og svipur ber vott um megna vanlíðan. Oft vaknar grun- ur hjá eigandanum við þessi ein- kenni, að hundurinn hafi „fengið eitthvað í hálsinn“, og getur þá verið lífshættulegt að kanna munn og kok hundsins frekar. Fljótlega koma þó frekari lamanir fram, svo hundurinn verður reikull í gangi og getur loks ekki staðið; deyr venjulega innan 2—3 daga. Alla jafna reynir hundurinn ekki að bíta, nema reynt sé að beita hann valdi. Hins vegar er svo sú sjúkdóms- mynd, sem kunnust er, en jafn- framt sjaldgæfari. Hundurinn verður æstur eða alveg óður og reynir að bíta, hvað sem fyrir verður, og sé hundurinn lokaður inni í búri, bítur hann hömlulaust í net eða grindur, brýtur jafnvel í sér tennurnar. Stundum nagar hann sjálfan sig viðþolslaust. Meðan hundurinn er sem æstastur, strýkur hann oft að heiman, flækist langt, síhlaupandi, hálfringlaður og glefsar eða bítur í það, sem á vegi hans verður, ekki síst skepnur, sem eru á hreyfingu. Bit þessara hunda virðast tilviljanakennd, og þeir leita sjaldan uppi skepnur til að bíta þær. Hundar þessir eru mjög hættu- legir, því þeir sýna aldrei með látbragði, að þeir hafi í hyggju að leggja til atlögu og bíta. Á þessu stigi breytist röddin, verður hrjúf og hás, líkist hvorki góli eða gelti. Þar sem hundar þessir eiga erfitt með að kyngja, kviðdragast þeir fljótt og missa þrótt. Venjulegast rangla þeir þó heim aftur, sárir og illa út leiknir. Við snögga áreynslu eða áreitni fá þeir oft krampaflog og geta snardrepist. Fljótlega ágerast lamanirnar og gangurinn verður skjögrandi og þeir leggjast fyrir. Rétt er að geta þess, að talið er, að einungis fjórði hver hundur, sem fær hundaæði, verði bitóður. Því er miklu algengara, að deyfð 346 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.