Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 7
Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafurða
Nýr verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafurða
er birtur í þessu blaði eins og venja er þegar
breytingar verða á honum. Að þessu sinni
tekur nýr grundvöllur gildi frá 1. október og
gildir í fjóra mánuði en undanfarin ár hafa
breytingar verið gerðar á verði landbún-
aðarafurða á þriggja mánaða fresti. Þessi
skipan mála er í samræmi við það að nú breyt-
ast launataxtar á fjögurra mánaða fresti í stað
þriggja áður samkvæmt bráðabirgðalögum frá
sl. vori.
Hækkun verðlagsgrundvallarins að þessu
sinni er 4% frá 1. júní sl. sem er hin sama og
hækkun kaups á sama tíma. Ríkisstjórnin
gerði ýmsar ráðstafanir að þessu sinni til að
hækkunin yrði ekki meiri. í fyrsta lagi ákvað
hún að verja 18—20 milljónum króna til að
greiða niður verð á áburði sem bændur sem
stunda sauðfjárrækt, nautgriparækt og kart-
öflurækt keyptu á sl. vori og er miðað við að
kostnaður við áburðarkaup lækki við það um
4,85%.
I öðru lagi ákvað ríkisstjórnin að fella niður
söluskatt á búvélum. Yfirlit yfir þær búvélar
sem hér um ræðir er að finna í breytingu á
reglugerð um söluskatt sem birt er á bls. 881 í
þessu blaði og fellur söluskattur sjálfkrafa
niður af búvélum á þeim lista. Auk þess er
unnt að fá felldan niður söluskatt af dráttar-
vélum, en til þess þarf að sækja um það og
sýna fram á að dráttarvélin sé ætluð til
landbúnaðar.
I þriðja lagi koma til lækkunar á útgjalda-
hlið verðlagsgrundvallarins kr. 15 milljónir
sem greiddar voru vegna harðinda á sl. vori
og lækkar kjarnfóðurliður verðlagsgrundvall-
arins við það um 12 þúsund krónur.
Að lokum voru niðurgreiðslur á mjólk
hækkaðar úr kr. 4,36 í kr. 4,56 á lítra og öðr-
um mjólkurvörum í samræmi við það.
Af öðrum breytingum sem gerðar voru á
verðlagsgrundvellinum en höfðu þó ekki áhrif
á niðurstöðutölur hans má nefna að enginn
sláturkostnaður leggst nú á gærur en að sama
skapi er hann meiri á kindakjöti. Af því leiðir
að verð á gærum hækkar um 56% en aðeins
um 0,8% á kindakjöti miðað við verð hinn 1.
júní sl. Er þar komið til móts við þá skoðun að
óeðlilega lágt verð hafi verið á gærum á
undanförnum árum.
Enginn þarf að fara í grafgötur um það að
þær ráðstafanir sem ríkisvaldið hefur gert að
þessu sinni til að lækka útgjaldahlið verðlags-
grundvallarins eru fyrst og fremst gerðar til að
hækkun hans verði álíka mikil og hækkun á
launum í þjóðfélaginu á sama tíma, þ. e. 4%.
Einstakar ráðstafanir ríkisins að þessu sinni
koma bændum hins vegar misjafnlega mikið
til góða á þessu hausti. Lækkun áburðarverðs
skilar sér umsvifalaust í bættum hag þeirra
sem hennar njóta. Niðurfelling söluskatts á
búvélum er hagsmunamál sem samtök bænda
hafa lengi barist fyrir. Hins vegar munu
tiltölulega fáir bændur finna fyrir að búrekst-
ur þeirra verði hagkvæmari á því verðlags-
tímabili sem nú stendur yfir af þeim sökum,
þar sem fremur lítil vélakaup fara fram á
þessum árstíma. Pegar til lengri tíma er liðið
er hér hins vegar um mikið hagsmunamál að
ræða.
Lækkun á kjarnfóðurlið verðlagsgrundvall-
arins, vegna 15 milljón króna greiðslu úr
ríkissjóði til harðindasvæða á sl. vori, er til-
færsla á fjármunum innan landbúnaðarins.
Þegar tilkynnt var um þessa ráðstöfun á sl.
vori var löngum talað um styrk úr ríkissjóði til
bænda, sjá Frey 15. tbl. bls. 602. Það skal
ekki dregið í efa að hér hafi frá upphafi verið
gert ráð fyrir að umrædd upphæð kæmi til
frádráttar útgjöldum á verðlagsgrundvelli, en
hitt verður að segjast að fram að þessu hefur
ekki öllum hlutaðeigandi verið það ljóst.
Aukning á niðurgreiðslum á mjólk að þessu
sinni breytir engu um efnahag bænda.
Að lokum skal undirstrikað að það er land-
búnaði og bændum í hag að kostnaði við
búvöruframleiðslu sé haldið niðri.
M. E.
FREYfí — 855