Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Síða 22

Freyr - 01.11.1983, Síða 22
Ketill A. Hannesson búnaðarhagfræðiráðunautur B.í. Afkoma bænda síðustu ár Á síðasta áratug hefur afkoma bœnda eins og annarra stétta í þjóðfélaginu batnað. Ef miðað er við árin 1972 og 1982 hafa tekjur hækkað um 11% á þessu tímabili þegar reiknað er á föstu verði. Miklar sveiflur í afkomu hafa einkennt þetta tímabil og kemur þar margt til. Rekstrarskilyrði hafa verið œði misjöfn, en áburðarhœkkun vegur þó einna þyngst árin 1975 og 1976. Tafla 1. Bústofn í ærgildum. Ár Kúabú Blönduð bú Sauðfjárbú meðaltal 1972 552 435 357 453 1973 626 465 397 498 1974 673 484 426 529 1975 659 503 419 528 1976 698 542 408 560 1977 747 517 402 580 1978 797 531 403 609 1979 784 510 388 588 1980 756 518 358 543 1981 766 509 369 569 1982 782 506 371 , 598 Síðan komu betri ár og fram- leiðslan hélt áfram að vaxa og búin að stækka. Ytri skilyrði voru góð einkum árin 1977 og 1978. Árið 1978 er án efa besta ár í íslenskum landbúnaði, en þá fóru saman mikil framleiðsla, gott af- urðaverð og hagstæð rekstrarskil- yrði. Eftir það tekur að halla und- an fæti. Framleiðslan dregst saman og rekstrarskilyrði versna. Afkoma bænda er því iakari síð- ustu árin þegar miðað er við árið 1978 en er þó betri en fyrri hluta síðasta áratugar. Búin stækka Ársskýrsla Búreikningastofunnar sýnir að meðalbúið hjá þeim bændum sem færa búreikninga hefur stækkað um 32% frá 1972 til 1982. Það sem er þó athyglisverð- ast er að kúabúin hafa stækkað mest eða um 42% á þessu tímabili Verðlag Því fer fjarri að verðlag hafi verið stöðugt þetta tímabil. Til þess að fá raunhæfari mynd af þróun verð- lags á þessu tímabili er gerð til- raun til þess að umreikna verð á mjólk, dilkakj öti, áburði og kjarnfóðri á fast verðlag með því að nota lánskjaravísitölu sem mælieiningu, sjá töflu 2. Tafla 2. Umreiknað verð á mjólk, dilkakjöti, áburði og kjarnfóðri á föstu verðlagi. Ár Mjólk Dilkakjöt Áburður Kjarnfóöur 1972 100 100 100 100 1973 107 109 115 94 1974 109 113 116 92 1975 105 108 135 105 1976 103 100 145 95 1977 106 103 123 73 1978 119 122 112 70 1979 127 ' 127 119 69 1980 117 119 108 74 1981 119 121 130 125 1982 124 128 136 128 870 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.