Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 31

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 31
Útflutningsbætur. Útbýtt var skýrslu um stöðu út- flutningsbótareiknings. Mótteknir reikningar á sl. verðlagsári voru að upphæð kr. 152,5 milljónir króna og hefur ríkissjóður greitt af þeim kr. 144,8 milljónir. Útflutningsbótaréttur fyrir síð- asta verðlagsár var að mati Fram- leiðsluráðs kr. 334 milljónir, þannig að ekki hefur verið notað- ur helmingur þess réttar enn. Eitthvað af reikningum er þó ókomið og einnig liggur fyrir sam- þykki landbúnaðarráðuneytisins um að útflutningsuppbætur á 600 tonn af dilkakjöti sem selja á til Noregs í desember nk. verði tekn- ar af útflutningsbótarétti síðasta verðlagsárs. Útflutningur mjólkurvara. Lögð var fram skýrsla um útflutn- ing mjólkurvara á sl. verðlagsári. Útflutningur var rúm 938 tonn og hafði dregist saman um rúmlega 300 tonn. Útflutningur á Gouda- osti F-45 hafði dregist saman um 713 tonn en útflutningur á Gouda- osti H-30, bræddum osti og kas- eini hafði aukist. Móttekin ull. Lögð var fram skýrsla um mót- tekna ulli á tímabilinu janúar-ág- úst 1983. Nemur hún 1035,8 tonn- um og hafði aukist um 56,7 tonn miðað við sama tíma árið áður. Aukningin hafði einkum orðið hjá Álafossi hf. Breyting á verðjöfnunargjaldi mjólkur og kostnaður við rekstur Framleiðsluráðs. Verðjöfnunargjald á mjólk sem reiknað er með í verðlagsgrund- velli hækkaði úr 28 í 30 aura á lítra hinn 1. október sl. Innheimtir eru hins vegar 33 aurar á lítra og fer mismunurinn í kostnað við rekstur Framleiðsluráðs. Nemur sú upp- hæð sem tekin er af mjólkurfram- leiðslunni rúmlega þremur milljón krónum á ári, en það er um helm- ingur af kostnaði við rekstur Framleiðsluráðs. Hinn helmingur- inn er tekinn af kindakjötsfram- leiðslunni, en aðrar búgreinar bera ekki kostnað af rekstri Fram- leiðsluráðs. Afreikningur sauðfjárafurða haustið 1983. Eftirfarandi reglur voru settar um afreikning sauðfjárafurða á þessu hausti: A. Sláturleyfishafar afreikni að lágmarki til framleiðenda sauðfjárafurða í haust 75% grundvallarverðs allra afurð- anna. Undantekning frá þessu er þó ef innleggjandi hefur ekkert búmark. Þá skal greiðslan vera 50% grundvall- arverðs af kjöti. Ógreiddar eftirstöðvar haustgrundvallar- verðsins skulu vaxtareiknaðar til framleiðenda frá 15. októ- ber til greiðsludags og miðast vextirnir við almenna inn- lánsvexti eins og þeir eru á hverjum tíma til greiðsludags. Verðhækkanir, sem kunna að verða á grundvallarverði 1. febrúar og 1. júní á næsta ári bætast við ógreiddar eftirstöð- var haustgrundvallarverðsins og greiðast við lokauppgjör við framleiðendur. B. Sláturleyfishafar afreikni stór- gripaafurðir 20. næsta mánað- ar eftir innleggsmánuð. Sé ekki um staðgreiðslu á öllu grundvallarverðinu að ræða skal reikna innlánsvexti á eftirstöðvarnar frá afreikn- ingsdegi til greiðsludags eftir- stöðvanna. Endurgreiósla kjarnfóðurgjalds. Umsókn lá fyrir frá fuglabúinu á Ásmundarstöðum um endur- greiðslu á kjarnfóðurgjaldi á hýði sem notað er í undirburð undir hænsni. Samþykkt var að endur- greiða umbeðið gjald. Verðtilfærslusjóður mjólkur. Ákveðnar reglur gilda um verð- hlutföll einstakra mjólkurvara og mjólkur. Til að flytja greiðslur þar á milli er notaður Verðtilfærslu- sjóður mjólkur. Þessi sjóður er kominn í 4,7 milljón króna skuld. Ákveðið var að auka tekjur hans með því að auka gjald af undan- rennu frá 1. september sl. í kr. 4 á seldan lítra og greiða til sjóðsins kr. 2 milljónir úr léttmjólkursjóði. Jafnframt var ákveðið að lækka greiðslur á framleitt kasein og undanrennumjöl og kálfafóður um 10% frá 1. september. í framhaldi af þessu var ákveðið að skipa 5 manna nefnd til að endurskoða verðlagningarhlutfall mjólkur og mjólkurvara. Nefndin skili áliti fyrir miðjan janúar nk. Flutningsjöfnunarsjóður á kartöflum. Á verðlagsárinu 1978—’79 var stofnaður Flutningsjöfnunarsjóð- ur á kartöflum til að jafna flutning á kartöflum til neytenda. Fram- leiðsluráð annaðist þá jöfnun en nú hefur Grænmetisverslun land- búnaðarins tekið við því hlutverki. Tekjur sjóðsins eru 27 aurar á kg seldra kartaflna. Halli hefur myndast á þessum reikningi. Rætt var um hvort auka eigi það gjald sem tekið er af kartöflum til þessara þarfa eða leggja flutningsjöfnunina niður frá nk. áramótum. Ákvörðun var frestað. Leiðrétting í myndatexta á bls. 839 í 20. tbl. er rangt farið með nafn manns. Hann heitir Bjarkar Snorrason. FREYR — 879

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.