Freyr - 01.11.1983, Side 25
Hlutfallstölur
þó aftur. Rétt er að hafa í huga að
kúabúin eru miklu stærri og krefj-
ast mun meiri vinnuframlags held-
ur en sauðfjárbúin. Þegar á
heildina er litið hefur afkoma í
landbúnaði batnað á þessum tíma í
svipuðum mæli og afkoma ann-
arra stétta í landinu, en mikill
munur er á tekjum meðal bænda,
þó að um álíka bústærð sé að
ræða. Um afkomu í öðrum bú-
greinum eru litlar heimildir til og
reyndar engar í opinberum
gögnum.
Niðurlag
Hér að framan hefur verið fjallað
um verðþróun afurða, en þó að-
eins mjólkur og dilkakjöts, og
einnig verðþróun stærstu kostnað-
arliða þ. e. a. s. áburðar og
kjarnfóðurs. Lánskjaravísitala
hefur verið notuð á alla þætti sem
mældir eru í krónum svo unnt væri
að reikna yfir á fast verðlag. Verð-
hækkun á kjarnfóðri og áburði
árið 1975 og mikil hækkun á
áburði árið 1976 skapaði landbún-
aðinum erfið rekstrarskilyrði. Sjá
mynd 4. Árin 1977, 1978 og 1979
voru rekstrarskilyrðin hins vegar
góð og kom það vel fram í góðri
afkomu, með þeirri undantekn-
ingu þó að vorharðindi árið 1979
léku sauðfjárbændur óneitanlega
grátt. Síðustu árin hafa rekstrar-
skilyrðin versnað, ekki aðeins
hvað áburðar- og kjarnfóðurverð
varðar heldur og einnig í öðrum
þáttum búrekstrar eins og fjár-
magns-, rafmagns- og vélakostn-
aði, sem ekki eru gerð skil í þess-
ari grein.
Verðlag á áburði og kjarnfóðri
ræður miklu um afkomu bænda og
eins og mynd 4 gefur til kynna
speglast afkoman að hluta til eftir
verðhlutföllum á afurðum og þess-
um tveimur stærstu kostnaðarlið-
um við búreksturinn þ. e. áburði
og kjarnfóðri.
Á mynd 4 eru rekstrarskilyrði
mæld þannig að reiknað er út hve
margar einingar þarf að framleiða
(og er þá ein eining = 10 1 af
mjólk og 1 kg af dilkakjöti) til að
greiða fyrir 3 kg af áburði og 2 kg
af kjarnfóðri, og er árið 1972 haft
sem grundvallarviðmiðun, þ. e.
100.
Á sama hátt eru fjölskyldutekj-
ur samkvæmt búreikningum
reiknaðar á fast verðlag og árið
1972 = 100. Kjarnfóðurskattur er
ekki tekinn inn í þessa mynd, en
að honum viðbættum eru rekstrar-
skilyrðin heldur lakari. Sam-
kvæmt myndinni sem þessar tölur
skapa, er verð á kjarnfóðri og
áburði í samanburði við afurða-
verð einn mjög veigamikill þáttur í
mótun fjölskyldutekna. Það eru í
sjálfu sér ekki ný sannindi, en þau
hafa ekki fyrr birst á mynd sem er
jafn svipuð vatnsfleti, þar sem
rekstrarskilyrðin endurspegla af-
komu bænda þetta tímabil — með
undantekningum þó.
Aðrir þættir í framleiðslukostn-
aði búvöru skipta einnig miklu
máli en eru ekki eins mælanlegir.
I hefðbundnum búgreinum er
nú tímabil samdráttar í framleiðslu
og búast má við lakari rekstrar-
skilyrðum, þegar á heildina er
litið. Fjármagnskostnaður á eftir
að reynast mörgum þungur baggi,
þar sem lán eru nú miklu dýrari en
áður.
Allur tilkostnaður við búrekstur
hér á landi hefur aukist mikið á
síðustu árum og hefur haft í för
með sér hækkun afurðaverðs, sem
neytendur endanlega greiða.
Krafan um aukna hagkvæmni í
rekstri fer því vaxandi.
í hefðbundnu búgreinum okkar
ber þá fyrst líta á kjarnfóður-
notkun með meiri gagnrýni.
Frh. á bls. 884.
FfíEYR — 873