Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 26

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 26
Halldór Gunnarsson Holti Um nýja leiðbeiningarþjónustu í málefnum hrossabúskapar Snemma í ágúst í sumar fóru landnýtingar- og hrossarœktarráðunautar Búnaðarfélags íslands ogfleiri í kjölfar þeirra að fjalla um málefni hrossarœktar, hrossabeit og einkum fœkkun hrossa. Menn hefur mjög greint á um framsetningu þessara aðila og málatilbúnað í því máli. Hinn 15. ágúst sl. var undirritaður kvaddur á fund, ásamt þremur öðrum féiögum í Hagsmunafélagi hrossabænda, sem Búnaðarfélag íslands, Landgræðsla ríkisins, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Stéttarsamband bænda boðuðu til í þeim tilgangi að ræða um hrossa- eign og hrossabúskap. Urðu á þessum fundi málefnaleg skoð- anaskipti, en eftir því var tekið, að upphaflegir málshefjendur létu þar lítið að sér kveða. Ólafur Dýrmundsson, landnýtingarráðu- nautur, tók ekki til máls á fundin- um og Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur mætti ekki. í síðasta tölublaði Freys (nr. 18) er niðurstöðu þessa fundar getið á bls. 714, en samhljóða samþykkt hljóðaði svo: „Fundurinn sam- þykkir, m. a. vegna þeirra um- ræðna sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum að undanförnu, að fara þess á leit við landbúnaðar- ráðherra að hann láti kanna mark- aðshorfur fyrir hross og hrossa- kjöt og hvort hrossastofninn í landinu sé við hæfi miðað við markaðsmöguleika og hæfilega landnýtingu. Niðurstaða þessarar athugunar verði notuð til leið- beininga og ákvarðanatöku varð- andi þessi mál“. í framhaldi af þessari niður- stöðu var eðlilegt að ætla að frek- ari umræða myndi bíða hlutlausrar úttektar og skoðunar málsins. En því miður hefur því ekki verið að heilsa. í sama tölublaði Freys er niðurlag ritstjórnargreinar Ólafs Dýrmundssonar í sama tón og fyrr, þar sem slegið er fram órök- studdum fullyrðingum eins og t. d.: „Hross eru greinilega orðin of mörg fyrir þá markaði sem tiltækir eru fyrir hrossaafurðir“. Þó gengur út yfir allt annað grein Andrésar Arnalds, gróðureftirlits- manns hjá Landgræðslu ríkisins, í þessu sama blaði, grein sem er nánast endurritun á grein hans, sem birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst sl., grein, sem úir og grúir að fullyrðingum sem standast ekki, en eftir sem áður geta verið skoðanir höfunda. I ljósi þessarar sérstæðu um- fjöllunar er eðlilegt að spyrja fyrst: Setja þessir einstaklingar mál sitt og skoðanir fram í nafni þeirra stofnana sem þeir vinna hjá, og fá jafnvel inni með þær sem ritstjórnargrein í búnaðar- blaðinu Frey? Ef svo er, kallar þessi umfjöllun á grundvöllinn, sem þessir aðilar hljóta að byggja skrif sín á: Niðurstöður tilrauna, úttekt skýrslna, stefnumörkun, samþykktir, lagagreinar ofl. Þar sem mér er ekki kunnugt um neinar niðurstöður af tilraun- um, skýrslum né samþykktir Bún- aðarþings, Stéttarsambands funda né annarra stofnana í þá átt, sem réttlætt geti slíkan málflutning þessara aðila, hlýt ég að skoða þessi skrif og viðtöl sem einka- framtak viðkomandi, sem þeir að sjálfsögðu hafa fullan rétt til að hafa en eðlilegt er þó að skoða og meta í því ljósi. Það er alveg nýtt fyrir mér ef leiðbeinendur ætía að fara að segja bændum hvaða skepnum sé leyfilegt að beita á heimahaga eða afrétti. Hver bóndi hlýtur alltaf að ráða yfir jörð sinni og hver jörð hlýtur að eiga sinn rétt til afréttar- beitar, hvort sem það eru hross eða kindur sem bíta grasið. í mínum huga hlýtur lærdómur ráðunauta og annarra leiðbein- enda að gera þá kröfu til þeirra, að leiðbeiningarstarf þeirra byggi á tilraunum og nákvæmlega skráðum athugunum, en ekki eigin mati og viðhorfum sem þeir skírskoti persónulega til. Landnýt- ingarráðunauti og gróðureftirlits- manni Landgræðslu ríkisins er að sjálfsögðu skylt að fylgjast með því að einstakar afréttir eða jarðir séu ekki ofbeittar og tilkynna það viðkomandi sveitarstjórnum eða ábúendum, sem síðan sjái um að bæta þar úr. Þar sem þær fáu tilraunir sem gerðar hafa verið hér á landi með hrossabeit styðja þá reynslu sem bændur hafa, þ. e. a.s. að kindur þrífist betur í sambeit með hross- um og að hross nýti mýrlendi mun betur en kindur, er ekki nema 874 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.