Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 18

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 18
Hægt er að hafa áhrif á burðartíma meo hormónum. (Ljósm. Jónas Jónsson). einum sólarhring seinna en sam- anburðarærnar. Burðir þeirra fyrrnefndu dreifðust á 54 klst. og 45 mín., en þeirra síðarnefndu á 59 klst. og 35 mín. Á Hvanneyri var meðalburðardagur hinn sami hjá báðum hópunum, en þar var mikill munur á dreifingu burð- anna. Þannig báru innsprautuðu ærnar á aðeins 43 klst. og 37 mín., en samanburðarærnar á 159 klst. og 15 mín. Burður var með eðli- legum hætti í öllum hópunum og vanhöld engin að því undanskildu, að á Hvanneyri bar ein innspraut- uðu ánna dauðum tvílembingi eftir 143 daga meðgöngu, hár- lausum bjálfa, sem bendir til þess að það fóstur hafi dáið alllöngu fyrir burð. Ályktanir Vegna breytileika á lengd með- göngutíma dreifast burðir í hópum áa með samstilltan fangdag að jafnaði á 5—6 sólarhringa, líkt og gerðist í samanburðarhópnum (B- flokki) á Hvanneyri, en í saman- burðarhópnum á Hesti var dreif- ingin óvenju lítil eða aðeins hálfur þriðji sólarhringur. Dreifing burða innsprautuðu ánna (A- flokka), á rúmlega tvo sólarhringa á Hesti og á tæplega tvo sólar- hringa á Hvanneyri, bendir til samstillingaráhrifa „dexafort", sérstaklega í athuguninni á Hvanneyri. Reyndar er töluverð- ur munur á innsprautuðu hópun- um, svo sem fram kemur þegar niðurstöður í töflunum eru bornar saman. Einkum ber að hafa í huga 1. tafla. Athugun á samstillingu burðar á Hesti Flokkar Burðardagur Meðgönguími Frjósemi Fæðingar- áa þungi A 12. maí 141,9 dagar 1,80 3,38 kg Innsprautaðar með DEXAFORT 10. maí (11.—13. maí) (141—143 dagar) lömb eftir á (2,8-4,2 kg) (10 ær) G = 12;H=6 B 11. maí 141,2 dagar 1,92 3,09 kg Samanburðarær, ekki innsprautaðar (10.—13. maí) (140—143 dagar) lömb eftir á (2,2-4.8 kg) (12 ær) G=16;H=7 2. tafla Athugun á samstillingu burðar á Hvanneyri Flokkar Burðardagur Meðgöngutími Frjósemi Fæðingar- áa þungi A 4. maí 143,4 dagar 1,90 3,88 kg Innsprautaðar með DEXAFORT 1. maí (3.—5. maí) (142—144 dagar) lömb eftir á (2,7—5,2 kg) (10 ær) G = 10;H=7 B 4. maí 143.6 dagar 1,87 4,00 kg Samanburðarær, ekki innsprautaðar (30. apr.—7. maí) (140—146 dagar) lömb eftir á (1,5-6,0 kg) (23 ær) G=22;H=21 866 — FREYfí

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.