Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1983, Side 8

Freyr - 01.11.1983, Side 8
Jóhannes Davíðsson Jóhannes Davíðsson var fæddur að Álfadal á Ingjaldssandi í Mýra- hreppi í Vestur-ísafjarðarsýslu 23. september 1823. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Davíð Davíðsson og Jóhanna Jónsdóttir, greind hjón nteð lítið bú en arðsamt og snyrtilegt. Þar hlaut Jóhannes sína fyrstu búskaparmótum. Jóhannes stundaði nám í ungl- ingaskóla séra Sigtryggs Guð- laugssonar á Núpi í Dýrafirði og síðan í bændaskólanum á Hvann- eyri og lauk þar búfræðipróf vorið 1914. Hann hóf búskap með Krist- jáni bróður sínum í Neðri-Hjarð- ardal í Mýrahreppi vorið 1917. Bjuggu þeir þar félagsbúi í hálfa öld. Aldrei var bú þeirra stórt en einkenndist af hagsýni og snyrti- mensku utan húss og innan. Á unglingsárum sínum gerðist Jóhannes Davíðsson ungmennafé- lagi, varð fljótlega góður fundar- maður og starfaði vel og lengi á vegum ungmennafélaganna. Fór m. a. víða um vestfirskar byggðir og flutti fyrirlestra um menningar- og félagsmál. Þeim bræðrum, Kristjáni og Jó- hannesi, voru falin margháttuð fé- lagsstörf í sveit sinni. Kristján varð hreppsnefndarmaður og síð- an oddviti, en Jóhannes formaður lestrarfélags, búnaðarfélags og nautgriparæktarfélags og sýslu- nefndarmaður var hann í 32 ár. Báðir voru þeir bræður stjórnend- ur og starfsmenn Sparisjóðs Mýra- hrepps. Jóhannes Davíðsson var einn af stofnendum Kaupfélags Dýrfirð- inga árið 1919. Var hann þá kos- inn í stjórn þess og sat þar til ársins 1967 að einu ári undan- skildu. Hann var stjórnarformað- ur árin 1948—1967. Árið 1920 var Jóhannes Davíðs- son kosinn fulltrúi á aðalfund Búnaðarsambands Vestfjarða og sat síðan fundi þess í nærri hálfa öld, fyrst sem fulltrúi fyrir Búnað- arfélag Mýrahrepps, en frá 1932 sem einn af stjórnarmönnum sam- bandsins. Hann var kosinn á Búnaðarþing árið 1942 og sat þar til ársins 1966. Hann var trúnaðarmaður Búnað- arfélags íslands við jarðabótamæl- ingar í hálfri Vestur-ísafjarðar- sýslu frá 1925 til 1959, en þá fékk búnaðarsambandið héraðsráðu- naut. Jóhannes Davíðsson var einn af stofnendum Stéttarsambands bænda og sat fundi þess til ársins 1966. Hann var lengi í varastjórn stéttarsambandsins og kvaddur til setu á stjórnarfundum þegar fjall- að var um sérmál Vestfirðinga. Gætti hann þar m. a. hagsntuna vestfirska bænda í fjárskiptunum um miklu, þegar Vestfirðir lögðu til lömb í nýjan fjárstofn um mikinn hluta landsins. Jóhannes var lengi í skólanefnd héraðsskólans á Núpi og formaður Ræktunarfélags Vestur-ísafjarð- arsýslu. Eftir að hann hætti bú- skap dvaldi hann í Neðri-Hjarðar- dal nema allra síðustu árin, þá var hann á Blönduósi á heimili bróð- urdóttur sinnar og þar andaðist hann 21. apríl 1983, nýfluttur á Héraðshælið. Jóhannes samdi allmörg út- varpserindi, einkanlega um lifnað- arhætti og búskap um síðustu aldamót og á fyrstu áratugum 20. aldar. Hélt hann þar til haga mörgu merkilegu og frásagnar- verðu. Jóhannes Davíðsson var heið- ursfélagi Ungmennafélags Mýra- hrepps og Héraðssambands Vest- ur-Isfirðinga, Búnaðarfélags Mýra- hrepps, Búnaðarsambands Vest- fjarða og Búnaðarfélags íslands. Guðmundur Ingi Kristjánsson. 856 — FfíEYfí

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.