Freyr - 01.11.1983, Side 28
bóndanum hefur nýzt þaö vel
aö eiga um 10 stóöhryssur
með hinum hefðbundna bú-
skap, þar sem þessar hryssur
hafa nýtt upp sumarbeit sem
aðrar skepnur hafa ekki nýtt
og verið ella brend að vori
sem sina og á veturna nýta
hross það fóður sem af geng-
ur frá sauðfé og nautgripum
auk þeirra heyja sem eru með
veggjum. Af þessu með öðru
fóðri hafa hrossin þrifist vel.
Eðlilega getur Hagstofan
með sínar tölvur ekki náð til
þessa í útreikningum sínum
og er þó margt augljósara í
þeirra reikningsdæmi sem
vantalið er, eins og t. d. að
öll innanlandsverslun með
hross svo og önnur verslun
sem tengist hrossaeign þétt-
býlisbú er ekki meðtalin.
Eins er ótalið, en þó mikil-
vægt, að bændur hafa afsett
hey sín með hrossabúskap. í
góðum heyskaparárum eru
hross sett á en þeim fækkað
þegar fyrningar eru litlar og
þarf bóndinn engar
leiðbeiningar þar um.
í niðurlagsorðum um þessa sér-
stæðu og nýju leiðbeiningarþjón-
ustu í málefnum hrossabúskapar
vil ég leyfa mér að setja fram þá
skoðun mína að í dag sé lágmarks-
fjöldi hrossa til í landinu til að
sinna innanlandsmarkaði og jafn-
framt benda á að stækkunarmögu-
leikar í hinum hefðbundna búskap
séu eingöngu í hrossabúskapnum,
en það byggist á lífhrossasölu til
útflutnings án útflutningsbóta og
niðurgreiðslna, svo og á kjöt-
útflutningi, en okkar hrossakjöt er
mun lægra skráð í hlutfalli við
nautakjöt en erlendis og nýtur
ekki niðurgreiðslna, sem réttlætir
útflutning, en hann myndi geta
gefið af sér um 80% skilaverð, ef
að þessu væri í alvöru stefnt.
Þessa skoðun mína hef ég þegar
rökstutt, en dreg saman eftirfar-
andi niðurstöðu: Með smalahest-
um og reiðhestum og til viðhalds á
þeim og til að sinna útflutningi
lífhrossa þarf að lágmarki 35 000
hross. Til að sinna folalda- og
tryppakjötsmarkaði innanlands
umfram það sem til fellur við
reiðhestaframleiðsluna þarf
20 000 stóðhross, en í heild er það
nokkurn veginn sá fjöldi hrossa
sem til er í landinu.
Vandamál hrossabúskapar eru
því af allt öðrum toga spunnin, að
mínu mati, en hin nýja leið
beiningarþjónusta hefur sett fram
í þessum málum, nánar sagt hún
sjálf.
Molar________________
Verðlag á æðadúni
Verð á æðardúni hækkaði mjög á
erlendum mörkuðum Búvöru-
deildar árin 1979 og 1980, en á
síðasta ári lækkaði það síðan veru-
lega aftur. Varð af þeim sökum
nokkur birgðasöfnun í fyrra, sem
nú hefur dregið úr, en þó samfara
lækkuðu verði. Núna er útflutn-
ingsverðið 790 þýsk mörk fyrir
kílóið, en var 1.370 mörk í júlí í
fyrra. Fyrstu átta mánuði ársins í
ár flutti Búvörudeild út rúm 900
kíló af æðardúni, en aðeins 410
kíló á sama tímabili í fyrra.
Sambandsfréttir.
Kælt dilkakjöt til Danmerkur
Búvörudeild hefur í ár gert samn-
ing um sölu á allt að 35 tonnum af
fersku og kældu dilkakjöti, sem
sent verður með flugi til Dan-
merkur. Kaupandi er verslana-
keðjan Irma, sem er í eigu danska
samvinnusambandsins FDB. Jó-
hann Steinsson hjá Búvörudeild
sagði okkur að kjötið kæmi frá
sláturhúsi Kf. Borgfirðinga í Borg-
arnesi, þar sem það væri kælt og
pakkað, en þaðan fer það í kæli-
gámi suður á Keflavíkurflugvöll.
Úr flugvél á Kastrup fer það síðan
beint í kælibíl. Nú þegar eru 15
tonn farin, og verðið er um 20%
hærra en fyrir fryst kjöt í Dan-
mörku, en af því þarf vitaskuld að
greiða aukakostnað við sendingu
með flugi. Þótt ekki sé mikið
magn hér á ferðinni er þetta samt
talin hin besta auglýsing fyrir ís-
lenska dilkakjötið í Danmörku.
M. a. hefur Irma dreift fréttum af
þessum sendingum í upplýsinga-
bæklingum sínum, sem fara út til
neytenda í 800 þúsund eintaka
upplagi. Sambandsfréttir.
BÆNDUR
BÍLAVERKSTÆÐI
OG AÐRIR EIGENDUR
LAND-ROVER BIFREIÐA
ATHUGIÐ!
HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG
BODDÝHLUTA í LAND-ROVER
EINNIG VARAHLUTI í RANGE-
ROVER OG MITSUBISHI
* ÞEKKING OG REYNSLA
‘ TRYGGIR ÞJÓNUSTUNA
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
HEILDSALA - SMÁSALA
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
876 — FREYR