Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 23

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 23
en sauðfjárbúin um aðeins 3,9% sjá töflu 2 og mynd 1. Ekki liggja fyrir handbærar upplýsingar um þróunina í landinu í heild og því er ekki hægt að fullyrða, hvort bú- reikningar gefa rétta mynd af þró- un bústærðar á þessu tímabili fyrir landið í heild. Samkvæmt búreikn- ingum gætir stöðnunar í sauðfjár- búskap, sem ekki má líta framhjá, þegar mótuð er stefna í sauðfjár- rækt næstu ára. Til þess að fá mynd af verðþróun er árið 1972 sett sem 100 og önnur ár reiknuð út frá því. Mjólk hefur samkvæmt þessu hækkað um 24%, dilkakjöt um 28%, áburður um 36% og kjarnfóður um 28%. Kjarnfóðurskattur er ekki tekinn með í verði, heldur skráð verð samkvæmt verðlagsgrundvelli 1. sept. ár hvert. Ef einungis er litið á verðhækkun afurða mætti ætla að tekjur bænda hefðu hækkað og þeir rétt hlut sinn verulega. Af- urðaverð segir hins vegar ekki alla söguna. Af töflu 2 má einnig sjá að bæði áburður og kjarnfóður hafa hækkað meira en afurðaverð. Árin 1972 til 1981 er verð á kjarn- fóðri hagstætt, ef árið 1975 er undanskilið. Árin 1977, 1978 og 1979 er verð á kjarnfóðri mjög hagstætt miðað við afurðaverð. Áburðarverð rýkur hins vegar upp árin 1975 og 1976 en lækkar síðan aftur og er tiltölulega hagstætt árin 1978, 1979 og 1980. Þá kemur annað verðhækkunartímabil sem ekki sér fyrir endann á. Fróðlegt hefði verið að sýna verðþróun annarra kostnaðarliða við bú- rekstur þetta tímabil, en það verð- ur að bíða betri tíma. Afurðir á grip og aðkeypt fóður Af hálfu Búnaðarfélags íslands hefur mikil áhersla verið lögð á aukna afurðasemi bústofnsins í öllum greinum, sem eina helstu leið til hagkvæmari búrekstrar. Kýr, ær, gyltur o. s. frv. eru fram- leiðslueiningar í landbúnaði hér eins og annars staðar þar sem kvikfjárrækt er aðallega stunduð. Hámarksafurðastefnan hefur hins Hlutfallstölur vegar leitt til þess að notkun á aðkeyptu fóðri hefur aukist. Verðlag og heygæði heimaaflaðs fóðurs ræður því mestu um notkun kjarnfóðurs en markaðsmál hafa sennilega lítil áhrif. Tafla 3 sýnir þróun í afurðasemi í mjólkur- og dilkakjötsframleiðslu auk kjarnfóðurgjafar. í mjólkurframleiðslu er kjarn- fóðurnotkun mest árin 1977, ’78 og ’79 enda er verð á kjarnfóðri lægst þessi ár. Þau ár er meðal- notkun 22% meiri að jafnaði á árskú heldur en hin árin á þessu tímabili, en meðalnyt er aðeins 5% meiri þessi þrjú ár. í sauðfjár- ræktinni er myndin nokkuð frá- Tafla 3. Afurðirá grip og kjarnfóðurnotkun samkv. búreikningum (1972=100). Ar Afurðir eftir árskú Kjarnfóður- magn á árskú Afurð eftir kind Kjarnfóður- magn á kind 1972 100 100 100 100 1973 98 101 101 100 1974 100 91 98 85 1975 96 89 103 94 1976 98 109 103 107 1977 104 120 102 120 1978 106 116 102 112 1979 110 120 93 136 1980 108 90 106 109 1981 106 100 101 98 1982 107 101 101 107 ' FREYR— 871

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.