Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1983, Page 15

Freyr - 01.11.1983, Page 15
Það er engu jafnvægi að spilla á örfoka landi Viðtal við Stefán H. Sigfússon, fulltrúa hjá Landgræðslu ríkisins Jafnframt viðtalinu við Svein Runólfsson landgrœðslustjóra hér að framan átti fréttamaður Freys viðtal við fulltrúa hans, Stefán H. Sigfússon, en verkefni hans er m. a. að sjá um áburðardreifingu með flugvélum. Hvernig er háttað uppgræðslu örfoka lands? Við erum með tvær áburðarflug- vélar, litla vél sem ber 800 kg í hverri ferð og Douglas-vélina, sem Flugfélag íslands gaf Land- græðslunni á sínum tíma og ber 4 tonn í hverri ferð. Atvinnuflug- menn fljúga þeirri vél í sjálfboða- vinnu. Þegar umsvifin voru sem mest, þ. e. meðan þjóðargjöfin var í gangi, dreifðum við árlega um 3000 tonnum af áburði og fræi með þessum tveimur vélum. Núna eftir að við erum farnir að vinna samkvæmt Landgræðsluáætlun II, þá er þetta magn komið niður í helming þess sem áður var eða um 1500 tonn. Þetta er geysilegur samdráttur. Það var að vísu stefn- an að draga aðeins úr þessu með nýrri landgræðsluáætlun og beina þá fjármagninu í annað, en magn- ið hefur minnkað um helming sem stafar fyrst og fremst af stórhækk- uðu áburðarverði. Nú, það hefur í áranna rás hald- ist nokkuð fast hlutfall milli áburðardreifingar í landgræðslu- girðingarnar og dreifing á vegum bænda, þannig að um 50—60% af áburðinum fer í landgræðslugirð- ingar. Hinn þátturinn, uppgræðsla örfoka svæða, er að langmestu leyti unninn í samvinnu við bænd- ur. Það liggur nokkuð beint við að rækta upp örfoka land í og við afréttargirðingar. Við höfum lagt mikla áherslu á þetta og teljum okkur með þessu vera að ná fram verulegri beitarstjórnun. Bæði aukum við með þessu við beitar- landið og drögum úr ásókn í við- kvæm beitilönd, sem hærra liggja. Að sjálfsögðu er hægt að beita þessi örfoka lönd mun meira og í sjálfu sér þá gerist ekkert þótt við ofbeitum þau, þarna erum við bara að framleiða fóður. Hver stendur straum af því? Landgræðslan sér undir öllum kringumstæðum um flugið og dreifinguna. Það er svo samnings- atriði hverju sinni hve mikinn, eða hvort Landgræðslan tekur þátt í að borga áburð og fræ. Það fer eftir mati okkar og- gróðurfars- rannsóknum á því hve mikla þörf við teljum á beitarstjórnun á við- komandi svæði. Það getur verið allt að helmingi sem Land- græðslan greiðir, en það fer að sjálfsögðu minnkandi eftir því sem samdrátturinn verður meiri þann- ig að nú er svo komið að við förum ógjarnan yfir Vá í kostnaði. Aftur skipta heimamenn þessu á misjafnan hátt milli sín. Sums staðar greiða sveitarfélögin eða upprekstrarfélög áburðinn, en annars staðar er kostnaðinum skipt á milli fjáreigenda og sveit- arfélagsins í heild. Hvernig skiptist áburðardreifingin á flugvélarnar? Ef flugvöllur er skammt frá því Áburðarflugvélin TF-TÚN að landgrœðslustörfum í Vestmannaeyjum eftir gosið 1973. FREYR — 863

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.