Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 14
Stakkvél i eign Landgrœðslunnar í Gunnarsholti. Vélin skilar heyi í nokkurra hestburða stökkum á túninu. (Ljósm. S. R.). holdanautabúskapur. Hér á staðn- um eru 350-400 vetrarfóðraðir gripir á ýmsum aldri, bæði kýr, undaneldiskvígur og sláturgripir á fyrsta vetri sem er slátrað þegar þeir eru 18 mánaða gamlir. Land undir ræktun hér? Hjá Gunnarsholtsbúinu eru alls um 400 hektarar af túni og græn- fóðurhöfrum árlega til slægna. Sjálft Gunnarsholtslandið innan girðinga er liðlega 11 þúsund hektarar, en verulegur hluti af því er hraun og sandar sem unnið hefur verið að uppgræðslu á allar götur síðan 1930. Þetta land er að miklu leyti nytjað til beitar fyrir holdanautin að sumrinu, þó að það sé um tiltölulega skamman beitartíma að ræða árlega. Holdanautakýrnar bera í maí og júní og eru þá á ræktuðu landi. I lok júní eru þær reknar upp í hraunin eins og við köllum fyrir ofan Gunnarsholt. Síðan er þeim smalað um 20. júlí og nautum hleypt í hjörðina. Þar eru þær þá á ræktuðu landi í frekar þröngu hólfi. í fyrsta sinn í sumar eru svo sæddar holdanautakýr með sæði frá Hrísey, alls 20 talsins. Reyndar var gerð tilraun með að samstilla gangmál 12 holdanautakúa árið 1980 og sæða þær. Sú tilraun tókst illa þ. e. við fengum aðeins tvo nautkálfa út úr því. Annar þeirra reyndist vaxa mjög vel og var notaður rúmlega ársgamall árið 1982 á um 15 kýr, og svo aftur í sumar. Allir eru gripirnir merktir. Sláturgripirnir eru hins vegar alveg hafðir á innifóðrun frá því að þeir eru teknir undan kúnum 5-6 mánaða gamlir. Hér í Gunnarsholti fer svo tram önnur starfsemi? Já, hér er Graskögglaverks'miðja Fóðurs og fræs. Það er sérstakt fyrirtæki sem hefur hér sér rækt- unarlönd, og starfsemi þess er að miklu leyti aðskilin frá Gunnars- holtsbúinu, þó að það sé mikil og góð samvinna þar á milli. Manna- hald og vélakostur er t. d. einnig aðskilin. Hér er einnig rekin Stóðhesta- stöð Búnaðarfélags Islands síðan haustið 1981. Á vegum hennar eru hér á fóðrum um 50 stóðhestar, en Gunnarsholtsbúið selur stöðinni fóður og annast fóðrun og að nokkru leyti hirðingu hestanna. Hins vegar hefur stöðin tvo menn við tamningar. Hér í Gunnarsholti eru alls um 13-1400 hektarar af ræktunarlandi og ekki annars staðar á landinu meira á einni jörð. Að lokum: Hvernig líst þér á hvert stefnir í gróðurbúskap landsins? Það þarf að halda virkilega vel á málum til að ekki fari illa í því kalda árferði sem nú er og því er ekki að leyna að við erum uggandi yfir því hve framkvæmdafé sem ætlað er til landgræðslustarfa hef- ur rýrnað geysilega á síðustu árum. Ég vil fullyrða að fram- kvæmdagildi þeirrar landgræðslu- áætlunar sem nú er unnið eftir er aðeins um fjórðungur af fram- kvæmdagildi þess fjár sem veitt er árlega þegar þjóðargjöfin var við lýði. Þetta rýrnandi fjármagn og kalda árferði gerir okkur uggandi um framhaldið, en við munum hér eftir sem hingað til treysta á góða samvinnu við bændur um skyn- samlega nýtingu á gróðri landsins. M.E. Molar Fyrsti fjarstýrði plógur í heimi er kominn á markaðinn frá Vogel Noot AG í Wartberg í Austuríki. Unnt er að stilla plóginn að vild úr ekilssæti. Þessi nýi plógur er líka þannig úr garði gerður, að hann stillir sig sjálfur eftir mismunandi jarðvegi. 862 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.