Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 30

Freyr - 01.11.1983, Blaðsíða 30
sem markaði fyrir hrossakjöt er að finna, þ. e. Frakkland og Belgíu. Framleiðsluráð kaus þriggja manna nefnd til að vinna áfram að þessu máli og skila um það áliti til næsta fundar. Kynningarbæklingar um mjólk. Erindi hafði borist frá Mjólkur- dagsnefnd um fjárstyrk til að gefa út kynningarbæklinga. Samþykkt að veita kr. 150 þús- und í því augnamiði. Endurgreiðsla á verðmun á kjöti. Bréf lá fyrir frá Kaupmannasam- tökunum til Framleiðsluráðs og Viðskiptaráðuneytisins með um- sókn um að fá endurgreiddan verðmun á kjöti sem til var í verslunum hinn 1. sept. sl. þegar verðlækkun varð á því vegna útsölu. Framleiðsluráð hafnaði þessari beiðni fyrir sitt leyti með tilvísun til þess að aldrei hefur verið tekið tillit til þess hverjar birgðir eru til af kjöti í verslunum þegar verð á kjöti hækkar. Útborgunarverð á mjólk. Tillaga lá fyrir frá stjórn Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík o. fl. um að útborgunarverð á mjólk verði hækkað í 90% af grundvallarverði frá 1. september sl. Samþykkt var að heimila það. Flutningur á undanrennu. Lagðar voru fram skýrslur um þörf á að flytja undanrennu frá Norðurlandi til Suðurlands. Þar kemur fram að hvorki er þörf á flutningi á undanrennu né skyri næstu vikur og var því engin ákvörðun tekin um það efni. Fyrirgreiðsla vegna niðurskurðar á sauðfé. Bréf lágu fyrir fundinum frá tveimur bændum og munnlegar óskir frá fleiri um að fá að skera niður ærstofn í haust með sömu kjörum og gert var á síðasta hausti. Upplýst var að ekkert fjárfram- lag fáist til slíkra aðgerða eins og í fyrra og því ekki fært að gera um það samninga. Hins vegar var ákveðið að heimila að ekki verði beitt verðskerðingu á framleiðslu þeirra bænda sem fækka fjárstofni sínum um yfir 20% af fjáreign í nóvember 1982, þótt sauðfjárinn- legg fari yfir búmark sauðfjár við þá fækkun. Fjárhagsstaða sláturhúsa. Rætt var um vandamál lítilla og nýuppbyggðra sláturhúsa. Sýnt þykir að vandamál þeirra verði ekki leyst nema með beinum fjár- styrkjum. Framleiðsluráð telur ekki koma til greina að greiða slíka styrki úr verðmiðlunarsjóði, en það mundi hækka verð á öllu kjöti á landinu. Framleiðsluráð beinir því þess vegna til Byggða- sjóðs að leysa úr þessum vanda og hefur óskað eftir að landbúnaðar- ráðherra beiti sér fyrir slíkri lausn. Verðálíffé. Ákveðið var verð líflamba kr. 48 á kg lifandi þunga. Heimilt er að selja valin hrútlömb (metfé) hærra verði. Innvegin mjólk. Innvegin mjólk á verðlagsárinu sem lauk 31. ágúst sl. var 1,6% meiri en á verðlagsárinu á undan. Innlögð mjólk í ágúst sl. var 3,18% meiri en í ágúst 1982 og bráðabirgðatölur fyrir september sýna 1,78% meiri mjólk en í sept- ember 1982. Mjólk jókst í öllum mjólkurbúum nema í Reykjavík, Flóabúinu og í Neskaupstað. Sala kindakjöts. Innanlandssala á dilkakjöti á ný- liðnu verðlagsári var 328 tonnum, eða 3,8% minni en árið áður. Sala á kjöti af fullorðnu fé jókst hins vegar um 100 tonn. Heildarsala innanlands dróst því saman um 228 tonn eða 2,2%. Útflutningur á dilkakjöti á ný- liðnu verðlagsári dróst saman um 625 tonn miðað við árið áður sem svarar rúmlega til sölunnar til Noregs er féll niður. Útflutningur á ærkjöti jókst um 300 tonn, sem svarar til gjafakjötsins sem sent var til Póllands. Birgðir dilkakjöts hinn 1. sept- ember sl. voru 2672 tonn og höfðu aukist um 1260 tonn milli ára. Birgðir ærkjöts voru á sama tíma 410 tonn og höfðu minnkað um 206 tonn. Framleiðsla og sala nautakjöts. Innlagt nautgripakjöt á nýliðnu verðlagsári var 2182,6 tonn og hafði dregist saman um 185,5 tonn eða 7,83%. Innlagt nautgripakjöt í ágúst sl. voru 197,6 tonn eða um 48 tonn- um minna en í sama mánuði 1982. Sala nautgripakjöts var einnig minni. Birgðir nautgripakjöts hinn 1. september sl. voru 225,5 tonn sem er 13,6 tonnum minna en 1. sept- ember 1982. Framleiðsla og sala svínakjöts. Slátrun svína á sl. verðlagsári gaf 1171 tonn af kjöti og jókst um u. þ. b. 200 tonn frá árinu áður. Sala á svínakjöti jókst um 145 tonn á verðlagsárinu en birgðir þess jukust úr 12 í 78 tonn. Framleiðsla og saala hrossakjöts. Innlagt hrossakjöt á sl. verðlagsári var 931 tonn. Innanlandssala var 737 tonn og útflutningur 47 tonn. Birgðir hrossakjöts voru hinn 1. september sl. 180 tonn og höfðu aukist um 39 tonn. Nokkrir tugir tonna af hrossakjöti fóru í refafóð- ur og mjölvinnslu og er það dregið frá birgðum. Útborgun fyrir hrossakjöt. Lögð var fram skýrsla um útborg- un hrossakjöts hjá nokkrum slát- urleyfishöfum fyrir verðlagsárið 1981—’82. Sýnir hún að útborgað verð var breytilegt og ekki hefur náðst grundvallarverð hjá öllum sláturhúsum og í sumum tilfellum er ekki lokið uppgjöri þar sem nokkurt kjöt frá haustinu 1981 er enn í birgðum. 878 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.