Freyr - 01.11.1983, Page 11
Melur er eina jurtin sem heftir sandfok. Frœi af Því er safnað á hverju hausti bteði
með handskurði og vélslegið. (Ljósm. S. R.j.
Við friðun og sáningu er melgresi fljótt að grœða upp landið. (Ljósm. S. R.j.
komulagi og samstarfi við sveitar-
félög og bændur um nauðsynlegar
útbætur. Þessi mál vinnast ekki
svo vel fari með valdboði. Land-
græðslan getur þó krafist ítölu,
telji hún ástæðu til þess, en ítala er
neyðarúrræði. Þó hefur ítölu verið
beitt með góðum árangri, t. d. á
Landmannaafrétti. Þar hefur
henni verið beitt frá árinu 1972 og
bændur hafa fylgt henni. Þar var
gróður í góðri framför þegar
gjóskufallið kom þar frá Heklu
sumarið 1981. Eftir það var fækk-
að fé sem leyft var að reka á
afréttinn.
Hvernig bar þaö að að ítala var
ákveðin á Landmannaafrétti?
Þeir tveir hreppar sem upprekstur
eiga á Landmannaafrétt, Land-
mannahreppur og Holtahreppur
óskuðu eftir ítölu þar. Sú ítala var
gerð samkvæmt þeim lögum sem
þá voru í gildi um afréttarmál,
fjallskil og fleira. í þeim var
ákvæði um það að réttur lögbýla
til ítölu á afrétti ákvarðaðist í réttu
hlutfalli við fasteignamat þeirra og
að ítölunefnd ákvarðaði leyfðan
heildarfjölda og beitartíma. I
þessu tilviki óskuðu hreppsnefndir
eftir því að ítölunefnd, sem fjallaði
um málið, ákvæði þann fjölda sem
reka mætti á afrétt frá hverju
einstöku býli.
Var þetta ítölunefnd heimamanna?
Nei, það var ítölunefnd skipuð
samkvæmt lögum. í henni eiga
sæti heimamaður, skipaður af
sýslumanni og er hann formaður
ítölunefndarinnar, fulltrúi frá
Landgræðslu ríkisins og fulltrúi frá
Búnaðarfélagi íslands.
Hefur Landgræðslan þurft að ganga
hart að sveitarstjórnum til að fá þær
til að takmarka beitarálag?
Við viljum í lengstu lög leitast við
að ná samkomulagi við sveitar-
stjórnir um upprekstrarmál og
það er kannski ekki rétt að segja
að við höfum hótað ítölu en hins
vegar höfum við bent mönnum á
þær skyldur sem Landgræðslunni
eru lagðar á herðar skv. lögum í
upprekstrarmálum, þar með að
krefjast ítölu ef ástæða þykir til.
Það eru nokkur sveitarfélög, t. d.
tvö í Suður-Þingeyjarsýslu, sem
hafa óskað eftir ítölu, en þar
strandar framkvæmd á því að upp-
lýsingar skortir um beitarþol
heimalanda jarðanna, en sam-
kvæmt ítölulögunum þá er réttur
hvers lögbýlis til ítölu á afrétti að
tveimur þriðju hlutum ákvarðaður
í hlutfalli við beitarþol heimalanda
og einn þriðji skiptist jafnt milli
lögbýla. Það má að vísu miða við
fasteignamat lands hverrar jarðar,
en ég held að allir séu sammála
um að enn sem komið er sé fast-
eignamat lands það ófullkomið að
jafn veigamikil aðgerð og ítala
þurfi að styðjast við haldbærari
tölur.
Það er ekki nóg með að það
skorti upplýsingar um beitarþol
heimalanda þar, heldur liggur
ekki fyrir niðurstaða um beitarþol
afréttarlanda. Þessum gögnum
hefur beðið eftir síðan 1977.
Eg vil bæta því hér við að nýtt
FREYR — 859