Freyr - 01.11.1983, Side 19
að Hvanneyrarærnar gengu lengur
með og báru mun þyngri lömbum
en Hestærnar, en frjósemin var
svipuð á báðum búunum. Ærnar á
Hvanneyri voru mjög vel fóðrað-
ar. Því er sennilegt að fóðrun ánna
og vænleiki þeirra í lok með-
göngutímans hafi haft áhrif á
svörun við „dexafort“, bæði hvað
varðar tímann sem leið frá inn-
sprautun til burðar, og dreifingar
burðardaga ánna. Við samanburð
á niðurstöðunum þarf þó einnig
að hafa hugfast, að féð á Hesti og
Hvanneyri er af ólíkum stofnum.
Ekki komu fram nein skaðleg
áhrif vegna notkunar á „dexa-
fort“.
Þær niðurstöður sem hér hafa
fengist er í allgóðu samræmi við
erlenda reynslu við samstillingu
burðar áa (HUNTER, 1980). Þótt
fáar ær hafi verið í athugunum á
Hesti og Hvanneyri gefa niður-
stöður vísbendingar um, að nota
megi „dexafort“, og væntanlega
skyld efni, til að minnka dreifingu
burðardaga hjá ám með samstillta
fangdaga. Ef til vill mætti haga
innsprautuninni á þann veg að
burðirnir yrðu betur samstilltir,
t. d. á einn sólarhring í stað tvo,
og er ástæða til að fylgjast áfram
með þróun þessarar tækni er-
lendis. Samstilling fæðinga getur
verið til hagræðis við sauðburð,
sérstaklega í sambandi við ýmiss
konar tilraunir. Engu skal spáð
um gildi slíkra aðferða fyrir bænd-
ur í framtíðinni. Hormónar eru
dýrir og þeim fylgir dýralækna-
kostnaður sem töluvert munar
um.
Hcimildir:
HUNTER, R.H.F. (1980).
Physiology and technology of reproduct-
ion in female domestic animals. Aca-
demic Press, London.
PENNING, P.D. og GIBB, M.J.
(1977). The use of corticosteroid to
synchronize parturition in sheep. Veteri-
nary Record, 100, 491—492.
RESTALL, B.J., HERDEGEN, J. og
CARBERRY, P. (1976). Induction of
parturition in sheep using oestradiol
benzoate. Australian Journal of Exper-
imental Agriculture and Animal Hus-
bandry, 16, 462,—466.
Geta þörungar unnið bug á mengun í vötnum?
(fari svo, þarf ekki að draga úr notkun köfnunarefnisáburðar í landbúnaði.)
Við Hringsvatn (Ringsjön) á
Skáni standa yfir tilraunir með
notkun bráðþroska þörunga.
Fyrstu niðurstöður benda til þess
að ekki sé hætta á að vatn spillist
þar sem þessir þörungar eru not-
aðir. Mörg sænsk vötn eru meng-
uð m. a. af fosfór og nítrati
(köfnunarefni). Tilraunirnar við
Hringsvatn benda til þess að unnt
sé að hreinsa vötn af aðkomuefn-
um með mikilli þörungarræktun.
Frá þessu er sagt í Sydsvenska
Dagbladet nýlega.
Umsjón tilrauna þessara er í
höndum Ann-Marie Olsson og í
tilraunahópnum er m. a. T. von
Wachenfeldt ferskvatnslíffræðing-
ur frá Lundarháskóla og einnig
fulltrúar rannsóknarstofu fyrir
ferskvatnsgróður við sama skóla.
Ferskvatnsfræðingar (limnolog-
ar) voru ekki hrifnir af því að farið
væri út í þessar tilraunir segir
Ann-Marie Olsson tilraunastjóri.
Þeir telja að menguð vötn verði
best hreinsuð með því að stemma
á að ósi þ. e. að fá bændur til þess
að minnka notkun köfnunarefnis
og húsmæður til þess að draga úr
fosfatríkum þvottaefnum o. þ. h.
Hugsanlegt er að vandann megi
leysa á þann hátt að hraðvaxta
þörungar eyði fljótt fosfötum og
nítrötum, en þau eru einmitt ágæt-
is viðurværi fyrir þessar lífverur.
Vatni úr Hringsvatni hefur ver-
ið veitt í skurði og þar eru þör-
ungar ræktaðir. Og fiskurinn hef-
ur allur leitað frá þörungalausum
tjörnum til tjarna þar sem þör-
ungar eru ræktaðir. Ein þörunga-
tegund, Cladophora að nafni, hef-
ur skarað framúr að vaxtarhraða.
Tilraunum þessum er haldið
áfram til þess að finna aðferðir við
að „uppskera“ þörunga. Þegar
þeir eru orðnir of margir og stórir,
á að skipta á þeim og nýjum
þörungum sem svo eiga að gera
áburðarefnin (þ. e. mengunina) í
vötnunum óskaðleg fiskum.
(Landsbladet)
Altalað á kaffistofunni_________________________________
Þótt náttúran sé lamin með lurk
Valgarður sagöi að í skólastof-
unni væru þrjú lífeðlisfræðileg
lögmál brotin á nemendum. Að
ætlast til að nemendur sætu
kyrrir, í öðru lagi að nemendur
sætu hljóðir og í þriðja lagi að þeir
tryðu því sem kennarinn segði.
Valgarður Egilsson lœknir á uppeldismálaþingi Kennarasambands ís-
lands og Hins íslenska kennarafélags 26.-27. ágúst, 1983.
(Félagsblað KÍ, 9. tbl. 4. árg., október 1983).
FREYR — 867