Freyr - 01.11.1983, Síða 24
Tekjur
þús.kr.
Mynd 2. Fjölskyldutekjur árið 1972—1982 á verðlagi ársins 1982.
brugðin. Kjarnfóðurnotkun er að
vísu mest árin 1977, ’78 og ’79 en
afurðir eru að jafnaði minni. Árið
1979 er sérstakt að því leyti að
kjarnfóðurnotkun er lang mest.
Það ár eru afurðir minnstar og
sýnir það hversu mikil áhrif ár-
ferði getur haft á afkomu bænda.
Vorharðindi eru sauðfjárræktinni
dýr, en sumar- og haustveðráttan
hefur meiri áhrif á mjólkurfram-
leiðslu.
Ef litið er á þrjú síðastliðin ár þá
sýnir tafla 3 að dregið hefur veru-
lega úr notkun kjarnfóðurs eink-
um í mjólkurframleiðslu og án
þess að meðalnyt hafi lækkað. Ef
borin eru saman árin 1972 og 1982
kemur í ljós að kjarnfóðurnotkun
er svipuð en afurðir 7% meiri,
sem sýnir að framfarir eiga sér
stað.
í sauðfjárræktinni er því miður
ekki sömu sögu að segja. Fremur
virðist vera um afturför en fram-
för að ræða þar sem kjarnfóður-
notkun er 7% meiri árið 1982 í
samanburði við árið 1972, en af-
urðir aðeins 1% meiri. Á undan-
förnum árum hefur óeining innan
leiðbeiningaþjónustunnar um það
hvernig bregðast skyldi við sam-
drætti í sauðfjárframleiðslunni
hindrað markvissar leiðbeiningar
er miðuðu að auknum sparnaði
við framleiðsluna.
Fjölskyldutekjur
Tafla 4 sýnir fjölskyldutekjur á
kúabúum, sauðfjárbúum og
blönduðum búum samkvæmt bú-
reikningum á verðlagi 1982. Við
fyrstu sýn eru þessar tölur ekki
trúverðugar, þar sem breytileiki í
tekjum eftir árum er mjög mikill.
Fjöldi búa í hverjum flokki er að
vísu ekki mikill og dreifing yfir
landið nokkuð misjöfn, og veikir
það nokkuð gildi búreikninganna
sem rétts landsmeðaltals. Ekki er
gerð tilraun til þess að leiðrétta
niðurstöður vegna breytinga á
uppgjörsaðferð t. d. vegna verð-
tryggingar lána og endurmats á
búvélum.
Árið 1978 er ótvírætt besta ár í
landbúnaði þetta tímabil. Gildir
það bæði um sauðfjárbúskap og
kúabúskap. Árin 1975 og 1976 eru
lökustu árin, sérstaklega í kúabú-
skap. Árið 1976 eru svipaðar tekj-
ur á kúabúum og sauðfjárbúum,
en mun lakari laun á vinnustund á
kúabúunum. Eftir góðærið 1978
fer að halla undan fæti tekjulega
séð. Árið 1979 er mjög slæmt í
sauðfjárrækt og sama gildir
reyndar einnig um árið 1981. Bilið
milli þeirra sem stunda kúabúskap
annars vegar og sauðfjárbúskap
hins vegar hefur breikkað síðustu
árin en árið 1982 minnkar það bil
Tafla 4. Fjölskyldutekjur árin 1972-1982 samkv. búreikningum, á verðlagi
ársins 1982 (þús. kr.).
Ár Kúabú Blönduð bú Sauðfjárbú
1972 183 160 158
1973 185 158 174
1974 194 184 198
1975 144 153 169
1976 151 136 148
1977 206 172 165
1978 303 250 245
1979 277 185 147
1980 276 163 167
1981 240 168 145
1982 196 170 180
872 — FREYR