Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 9

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 9
Við treystum á góða samvinnu við bændur um skynsamlega nýtingu á gróðri landsins Viðtal við Svein Runólfsson, landgræðslustjóra. A síðastliðnu sumri var fréttamaður Freys á ferð um Suðurland og lagði þá leið sína í Gunnarsholt og hitti þar að máli þá Svein Runólfsson landgræðslustjóra og Stefán H. Sigfússon fulltrúa landgrœðslustjóra og átti við þá viðtöl sem birtast hér á eftir. Fyrsta spurning sem við lögðum fyrir landgrœðslustjóra var: Hver er tilgangur og verkefni Landgræðslu ríkisins? Það er í fyrsta lagi að stöðva hraðfara jarðvegs- og gróður- eyðingu. I öðru lagi er það upp- græðsla örfoka lands og í þriðja lagi er það gróðureftirlit sem stuðlar að betri og skynsamari nýtingu gróðurs á íslandi. Hvernig er ástatt um stöðvun á eyðingu jarðvegs og gróðurs? Þar eru mér tvö atriði efst í huga. Annað er það að árið 1974 tók gildi landgræðsluáætlun I eða þjóðargjöfin svokallaða fyrir árin 1974-’79. Fjárveitingar sem veittar voru samkvæmt þeirri áætl- un ollu tímamótun í starfsemi Landgræðslunnar. Þá jókst land- græðslustarfið en höfuðáhersla var eftir sem áður lögð á að stöðva hraðfara gróður- og jarðvegs- eyðingu með friðun og upp- græðslu. Áburðarflugvélin Páll Sveinsson var tekin í notkun um þetta leyti. Þá var virkilega snúið vörn í sókn í gróðurreikningi þjóð- arinnar. Nú horfir málið að vísu svolítið verr við. Landgræðsluáætlun II tók gildi 1982 en framkvæmdagildi hennar er aðeins um fjórðungur fyrri áætlunar og hinn eiginlegi fjárlagaliður Landgræðslunnar hefur farið mjög illa í verðbólgu- bálinu. Það hefur verið afar kalt og erfitt tíðarfar síðan árið 1979, þannig að hvert grasleysisárið hef- ur komið á eftir öðru og þá eink- um á hálendinu. Þó hefur það verið bót í máli að jafnframt hefur verið vætusamt og það hefur hjálpað til við landgræðslustarfið. Gróðri á afréttum hefur samt sem áður hnignað verulega á þessum tíma. Á láglendi hefur ástandið hins vegar verið skárra en þar fer mest af landgræðslustarfinu fram. Sáningar hafa komið vel til og náð að festa varanlegar rætur. Hefur eldvirknin á þessu tímabili ekki líka sett strik í reikningin? Jú, hún hefur haft mikið að segja. Á gróðurlendum í nágrenni Heklu, þ. e. á Landmannaafrétti og að nokkru leyti Holtamannaaf- rétti og á Gnúpverjaafrétti urðu mikil gróðurspjöll af gjóskufalli árið 1980. Þá fór stórt svæði af landgræðslugirðingu á framan- verðum Landmannaafrétti undir ösku og vikur. Það má segja að á því svæði, sem er um 36 þúsund Starfsmarmahús Landgrcedslunnar í Gunnarsholti, tekið í notkun árið 1980. (Ljósm. M. E.). FfíEYR — 857

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.