Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1983, Page 27

Freyr - 01.11.1983, Page 27
Hross í beitartilraunum i Sölvholti í Flóa. (Ljósm. J. J. D.). sanngjarnt að gera þá kröfu að tilraunir þurfi að sanna fullyrðing- ar áður enn fram eru settar eins og t. d. að hross séu miklu hættulegri beitargripir en kindur. Mun ég nú víkja að nokkrum órökstuddum fullyrðingum, sem fram hafa verið settar út frá per- sónulegu mati viðkomandi, og svara þeim. I. Rætt er um slæmt ástand af- rétta og talið brýnt að fækka hrossum um allt að helming sem fyrst. — Hið rétta er að hrossabændur hafa tekið tillit til óska sveitastjórna um land allt og víðast hætt upprekstri stóðhrossa á afrétti, þótt þeir gætu staðið að því áfram laga- lega út frá rétti jarðar. Nú eru hross aðeins rekin á afrétti í Húnavatnssýslum og Skaga- firði í takmarkaðan tíma að sumri, 7 til 8 vikur um 3 900 hross alls. II. Sagt er að hrossum hafi fjölgað verulega. Ekki er haft á móti reiðhrossum, heldur hitt að stóðhrossum verði að fœkka. — Hið rétta er að fjölda hrossa hefur ætíð verið erfitt að áætla, en með breyttum búskaparháttum er talið að þau séu nú betur talin fram en áður. Þar kemur fram nokkur fjölgun. Svo langt aftur sem tölur greina hefur fjöldi hrossa verið í landinu um 40 000 eða frá 1910 til 1970. Eftir þann tíma verður merkjanleg fjölg- un hrossa í þéttbýli um 10 000, þ. e. a. s. stóðhrossum hefur ekki fjölgað. Þetta má enn- fremur rökstyðja með ná- kvæmari skýrslu. Hrossaslátr- un frá sama tíma er að meðal- tali 40 ára 1 140 tn og breytist nær ekki öll árin, nema milli einstakra ára. III. Sagt er að fjöldi stóðhrossa hamli markvissri kynbóta- starfsemi og mætti fækka þeim um að minnsta kosti þriðjung. — Þessi framsetn- ing stenst engan veginn ef ofan í hana er farið því að eftir því sem bóndinn getur valið líffolald úr fleiri folöld- um innan sama ræktunarhóps er von um betri árangur. Mín reynsla er að tvö af hverjum 10 fæddum folöldum í skyldum hópi höfði sérstak- lega til augans og hugans og að hin 8 svara ekki kostnaði við uppeldi og tamningu. IV. Sagt er að hross séu greinilega orðin of mörg fyrir þá mark- aði sem tiltækir séu fyrir hrossaafurðir. — Það sem er greinilegt í þessari framsetn- ingu er að hún þarf nánari skoðunar við. Undanfarin 40 ár hefur verið innanlands- markaður fyrir um 1000 tn af hrossakjöti. Okkar innlendi markaður er að því leyti frá- brugðinn erlendum hrossa- kjötsmarkaði, t. d. í Frakk- landi og Belgíu, að kjöt af fullorðnum hrossum selst illa, nema sem saltkjöt. Aðrar af- urðir hrossa seljast með góð- um skilum, lífhross, folalda- kjöt, tryppakjöt og ung- hrossakjöt án niðurgreiðslna úr ríkissjóði. Hvað varðar þetta litla brot af afurðunum í heild, hrossakjöt af fullorðn- um, sem selst ekki innan- lands, (birgðir þetta ár þegar hrossaslátrun hefst verða lík- lega um 50 tn), þá er það að segja, að leitað hefur verið eftir útflutningi síðustu 3 ár. Þetta kjöt getur gefið okkur hæsta skilaverð á kjöti til út- flutnings eða frá 60 til 80% af skilaverði. Vandinn er hins vegar margs konar við þenn- an útflutning, ýmis höft varð- andi innflutning til Efnahags- bandalagslanda og ekki síður hversu lítið kjötmagn þetta er. Kaupendur gera kröfu um ákveðið magn að lágmarki og einnig að um vikulegar send- irgar verði að ræða, sem við eigum erfitt með að uppfylla, nema því aðeins að stefna að verulegri fjölgun hrossa í landinu. V. Sagt er að hross séu minna en arðlaus og vikið að því að þeim megi fækka án þess að efnahagur bænda skaðist. — Til allrar hamingju er það þó svo enn að bændur eru sjálfir hagstjórar yfir sínum búskap. Þeir meta hverju sinni og af nákvæmni, hvað sé hag- kvæmt og hvað gefi hreinar tekjur. Það skiptir máli. Frá öndverðu hafa hrossin í ís- lenzkum búskap verið við hlið hins hefðbundna bú- skapar, sauðfjárræktar og nautgriparæktar. Mörgum FREYR — 875

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.