Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 37

Freyr - 01.11.1983, Qupperneq 37
íslenskur landbúnaður í sænska sjónvarpinu Dagana 12. september til 17. sept- ember og svo aftur frá 29. sept. til 9. október var hér staddur flokkur frá sænska sjónvarpinu. Reyndar var nú aðeins ein manneskja á fyrra tímabilinu en hún naut að- stoðar tæknimanna frá íslenska sjónvarpinu. Það var Barbro Frodi, sem er dagskrárstjóri hjá sænska sjónvarpinu í Gautaborg, sem stjórnaði upptöku á þáttum um íslfenskan landbúnað. Farið var í Tungnaréttir og farið var á móti safninu hjá Gnúpverjum og Flóamönnum auk þess, sem staldrað var við í Skaftholts- réttum. Á seinni tímabilinu voru tæknimenn með frá Svíþjóð og þá var varið mestum tíma til að taka myndir í Gunnarsholti. Útigarðrækt var gerð góð skil hjá Einari Hallgrímssýni í Garði í Hrunamannahreppi og gróður- húsaræktinni hjá syni hans Erni. Þá var Garðyrkjuskólinn heim- sóttur, farið í fjósið í Geirakoti í Sandvíkurhreppi í fylgd með Páli Lýðssyni í Litlu-Sandvík. Rétt er að geta þess að kvikmynduð var hrútasýning í Fljótshlíð. Pá var spjallað við sérfræðinga hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og að síðustu var farið í heimsókn í Osta- og smjörsöluna. Gert var ráð fyrir að sýndir yrðu þrír þættir um íslenskan landbún- að í sænska sjónvarpinu í lok október. ^ q Molar Fljót fljótanna Amazon fljótið í Suður-Ameríku er mesta vatnsfall í heimi. Vatna- svæði þess nær yfir regnskóga hitabeltisins í norðanverðri Suður- Ameríku, en þar er ausandi rign- ing alltaf öðru hverju árið um kring. Vatnsmagn þessarar risaelf- ar er tólf sinnum meira en Missis- sippifljótsins í Bandaríkjunum og hún flytur jafnmikið vatn til sjávar á einum degi eins og Thames áin í Englandi á heilu ári. Fjórðungur alls ferskvatns á jörðu fellur úr Amazon fljóti. Science Digest. Sala osta eykst enn Mjög mikil sala var í ostum hjá Osta- og smjörsölunni í septem- ber. Sjaldan hefur orðið önnur eins aukning í einum mánuði frá stofnun fyrirtækisins þegar miðað er við sama mánuð árið áður. Nú í september var aukning í sölu osta hvorki meira né minna en 16% miðað við söluna í september 1982. Fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur aukning í sölu osta hjá Osta- og smjörsölunni verið rétt um 10% nriðað við sömu mánuði í fyrra. Aðeins varð aukning í innveg- inni mjólk hjá mjólkursamlögun- um í september miðað við septem- ber í fyrra eða rétt um 2,5%. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var mjólk- urmagnið svipað, en í búinu á Neskaupstað og Mjólkurstöðinni í Reykjavík var nokkur samdráttur. Hjá öðrum búum varð aukning. Meðalinnvigtun mjólkur fyrstu 9 mánuði þessa árs var rétt um 9,3 milljónir lítra á mánuði. Mjólkurdagar voru að þessu sinni á Akureyri. Þar mættu rétt um 9000 manns, skoðuðu, brögð- uðu og keyptu. Nokkuð lífleg sala var á kynningarpökkum og eflaust hafa margir Norðlendingar keypt sér ostbita eða aðrar mjólkur- vörur sem þeir hafa ekki þekkt áður. U.Þ.L. Ráðunautur óskast Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga óskar að ráða héraðsráðunaut. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Jó- hannsson á Svínafelli í Öræfum, sími: 97-8660.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.