Freyr - 01.11.1983, Síða 10
og að koma í veg fyrir upprekstur
stóðhrossa á þau lönd. Þessi köldu
ár sem ég nefndi hafa gert það að
verkum að þetta starf er nú ennþá
brýnna. Það hefur náðst góð sam-
vinna við fjöldamörg sveitarfélög
um að seinka upprekstri og hætta
upprekstri hrossa, t. d. alls staðar
hér sunnanlands. í Borgarfirði eru
fá hross rekin á afrétt, en aðeins í
tveimur hreppum, en stóðhross
eru enn rekin á afrétt í Húnavatns-
og Skagafjarðarsýslum, þó að
beitartími þar hafi verið verulega
skertur.
Eins og við vitum þá voraði
ákaflega seint sl. vor og það var
mál manna að gróðurfar á afrétt-
arlöndum norðanlands hafi verið
alveg um mánuði á eftir því sem
gerist í meðalárferði. Það var því
mikið í mun að öllum upprekstri
yrði seinkað og það tókst í vel-
flestum tilvikum. í grasleysisári
eins og var norðanlands á þessu
ári, er vandamálið virkilega viða-
mikið og Landgræðslan hvatti
sveitarfélög til þess að flýta
haustgöngum. Ef við tökum Ey-
vindarstaðaheiðina sem dæmi, þá
eru rekin þangað nálægt 400 hross
og 800-1000 fjár. Þar hefur gróðri
hnignað og þar eru allveruleg upp-
blástursvandamál. Heiðin var
mjög illa sprottin í vor og illa farin
fyrir ofbeit sem þar hefur átt sér
stað hin síðustu köldu ár. Upp-
rekstri var seinkað og göngum
flýtt og mun færra fé rekið en lítil
fækkun á stóðhrossum. Þetta ár-
ferði hefur gert það að verkum að
afréttarlönd þar sem beit var
e. t. v. í hófi fyrir 5-10 árum eru
nú ofbeitt.
Á hvaða grundvelli grípur
Landgræðslan inn í nýtinggu
beitilands? Hvað má hún og hvað
má hún ekki?
í landgræðslulögum eru ákvæði
sem mæla fyrir um að Landgræðsl-
unni beri að vinna að því að gróðri
sé ekki ofboðið með neins konar
notkun og nánar tekið fram á
hvern hátt að því sé staðið. Kapp-
kostað hefur verið að ná sam-
Melsáning sem lifði af Heklugosið 1980. (Ljósm. S. R.).
„Hrörnar þöll, sú er stendur þorpi á". (Ljósm. S. R.).
hektarar að stærð, hafi farið undir
gjósku mörg þúsund hektarar af
uppgræðslulandi sem þá var orðið
vel gróið.
Það hefur verið borið á og sáð
aftur í þetta svæði og það hefur
tekið aftur miklum stakkaskiptum
til hins betra, en það er fyrst og
fremst íslenska melgresið sem lifði
ósköpin af. Einnig hefur verið
borið á áðurnefnd afréttarlönd og
fengist til þess sérstök aukafjár-
veiting en mikið vantar á að þau
hafi náð fyrra gróðurfari, sérstak-
lega Landmannaafréttur.
Áyfirstandandi sumri hafa umræður
verið með meira móti um það
hvenær hleypa eigi beitarpeningi á
afrétt. Hvert er álit þitt á þeim
málum?
Það er eitt af meginverkefnum
Landgræðslunnar að fjalla um þau
mál og allt frá árinu 1965 er lögum
um landgræðslu var breytt hefur
verið unnið að því að koma á
skynsamlegri nýtingu á afréttar-
löndum og þá fyrst og fremst í þá
átt að stytta beitartíma búfjár á
afréttum, og þar sem afréttarlönd
eru ofsetin og gróður viðkvæmur
858 — FREYR