Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 8
Á milli rauða pólsins og bláa pólsins er hin hefðbundna andstæða þeirra sem selja vinnu sína og hinna sem kaupa hana, þ.e. vinnu- veitenda. Prátt fyrir þetta má í Noregi greina, að Verkamannaflokkurinn, sem fulltrúi rauða pólsins, á hagsmuna að gæta með bláa póln- um gegn græna pólnum. Þetta birtist í sam- eiginlegum áhuga á lágu verði á matvælum í hlutfalli við verð á iðnaðarvörum; í trú á þéttbýli og stórfyrirtæki í eigu ríkis eða einka- aðilja; í trú á byggðakjarna og miðstjórnar- vald, í áróðri fyrir aukinni neyslu og velmegun samfara aukinni orkunotkun; í því að halda að sér höndum gagnvart því vandamáli, að af- skekkt byggðarlög missi íbúa sína og að menn neyðast til að sækja vinnu langar leiðir. Andstæður milli rauða pólsins og græna pólsins hafa skerpst að undanförnu. Græni póllinn hefur áhuga á að byggðum býlum fækki ekki frekar; á fjölbreyttum atvinnu- möguleikum úti um byggðir landsins; á vernd- un byggðarinnar eins og hún er; á hömlum á myndun mikils þéttbýlis og baráttu gegn stór- fyrirtækjum; á verndun eignarréttar og eflingu á framtaki og frumkvæði einstaklings- ins og á sjálfstæðri menningarviðleitni byggð- arlaga og landshluta. Græni póllinn hefur litla samúð með ríkisrekstri og forsjá ríkisvaldsins. Rauði póllinn hefur hins vegar trú á ríkinu, „Flokknum“ og launþegasamtökunum. Sam- eiginleg fyrir rauða pólinn og græna pólinn er baráttan við stórauðmagnið, samþjöppun valds og fyrir jöfnun tekna og auknum áhrif- um hinna láglaunuðu. Auðveldast er að koma auga á árekstra græna pólsins og bláa pólsins með því að líta á málin frá sjónarhorni bláa pólsins. Talsmenn bláa pólsins segja að græni póllinn hafi í reynd samúð með lélegum afköstum og verðhækk- unum, sem stafa af andstöðu hans við að fyrirtæki fái að stækka eftir þörfum sínum, en af því leiðir að samkeppnisaðstaða versnar bæði á innanlands- og utanlandsmörkuðum. í stað þess leggur græni póllinn áherslu á að byggðarlög og landshlutar verði sjálfum sér nógir í ríkara mæli um framleiðslu og þjón- ustu, með hinum „óarðbæru“ fyrirtækjum sínum, en á þetta má líta sem einangrunar- stefnu. Græni póllinn gefur að því er virðist oln- bogarými fyrir einstaklinginn, fyrir hinn dug- lega og fyrir frjálst framtak og vill efla menn- ingarstrauma, bæði þjóðlega og alþjóðlega. Ennfremur má nefna trú bláa pólsins á, að nýjar tækniuppgötvanir muni leysa vandamál mengunar og fundnar verði nýjar náttúruauð- lindir. Aukin tæknivæðing tryggi best fram- farir og bætt lífskjör fyrir hina verst settu. Græni póllinn hefur hins vegar tekið upp á arma sína sjónarmið vistfræðinnar um hættur af völdum mengunar og sóunar verðmæta. Þó að tveir áratugir séu liðnir síðan Arne Næss skrifaði þá hugvekju sem hér hefur verið vitnað í hafa hugmyndir hans ekki úrelst. Nær er að ætla að þar sé ýmislegt að finna sem á eftir að koma enn betur fram en orðið er. Xll c Danskt lagafrumvarp um vistrænan landbúnað Nokkrir þingmenn Radikala flokksins hafa lagt fram í Þjóð- þinginu frumvarp um vistræna bú- vöruframleiðsu í Danmörku. Til- gangur laganna er að efla vistræn- an landbúnað í landinu. í laga- frumvarpinu er vistrænn búskapur skilgreindur þannig: Með vistræn- um landbúnaði er átt við rekstrar- form þar sem notaðar eru við búskapinn ræktunaraðferðir er nýta sem allra minnst aðfengin föng. í annan stað er í vistrænum landbúnaði stundaður alhliða bú- skapur, sem örvar lífkerfi jarðar- innar, vinnur gegn sjúkdómum og meindýrum og tryggir búfé fóður og önnur lífsskilyrði í samræmi við náttúrlegar þarfir þeirra. Samkvæmt frumvarpinu á að stofna vistrænt landbúnaðarráð er hlíti forsjá landbúnaðarráðu neytisins til þess að efla, fylgjast með og meta vaxtarlíkur vistrænn- ar búvöruframleiðslu í Dan- mörku. Lagt er ennfremur til að á árinu 1987 veiti stórnvöld 50 milljónir króna (ísl.) til styrktar málinu, einnig verði komið á eftirliti með framleiðslu, sölu, geymslu, flutn- ingum, dreifingu og smásölu á vist- rænum afurðum. Heimild: Ugeskrift for jordbrugere — J.J.D. 96 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.