Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 15
Mynd 5. Hnífnum rennt niður með hryggnum. Skaftið á undan. Mynd 6. Fisknum snúið við og flakað hinum megin. Oddurinn á hnífnum á undan. Aðgerð Slægja á fiskinn eins fljótt og tök eru á, því að bæði bragði og geymsluþoli hrakar verulega þann tíma sem hann liggur með innyfl- unum. Þegar búið er að slægja er blóðröndin hreinsuð burtu og tálknbogarnir fjarlægðir. Ef flaka á fiskinn er hann ekki slægður, því að betra er að flaka heilan fisk. Flaka má á þann hátt að byrjað er að flaka hægri hlið fisksins. Hryggurinn snýr að flökunar- manni, en kviðurinn frá. Hnífnum er síðan rennt niður eftir hryggn- um með skaftið á undan (mynd 5). Síðan er fisknum snúið við, og farið eins að, nema hnífnum er beitt þannig að oddurinn vísi á undan (sjá mynd 6). Flökin eru síðan snyrt og öll bein sem hafa orðið eftir fjarlægð. Mjög auðvelt er að sjá hvort fiskurinn hefur verið blóðgaður eða marist eftir flökun. Allt mar þarf að skera í burtu. Illa marinn og óblóðgaðan fisk á að taka frá og selja sem annars flokks vöru. Hið sama gild- ir um allan hrygningarfisk og ann- an lélegan matfisk. Slóg, bein og ónýtanlegan fisk ætti að setja í meltu eða salta og nýta sem skepnufóður. Pökkun og frágangur Þegar búið er að slægja eða flaka fiskinn þarf að kæla hann niður í um 4°C eða frysta. Hvernig pökkum og frágangi er háttað fer eftir óskum kaupenda. Sé fisk- inum pakkað í öskjur áður en hann er kældur niður og öskjurnar settar í kæli eða frysti getur liðið langur tími áður en innstu stykkin ná að kólna. Því er betra að kæla stykkin áður en þeim er pakkað. Það má gera með því að raða stykkjunum á plötu og setja þau í kæli eða frysti þar til þau eru köld í gegn. Síðan er þeim pakkað í öskjur og sellophan-pappír hafður á milli og yfir stykkjunum. Loft- þéttar umbúðir hafa rutt sér mjög til rúms og henta mjög vel til að halda gæðum fisksins. Lofttæm- ingarvélar eru hins vegar nokkuð dýrar svo og plastpokarnir sem pakkað er í. Kaup á slíkum útbún- aði verður hver og einn að vega og meta fyrir sig. Niðurlag Hafa verður hugfast að silungur er matvara og meðhöndla skal hann sem slíkan. Skemmdan og lélegan fisk á að flokka frá en ekki selja með fyrsta flokks fiski. Það svarar engan veginn kostnaði og getur komið í veg fyrir sölu seinna meir. Góð og vönduð vinnubrögð við meðferð og verkun og gagnrýnið val skilar ávallt þeirri vöru sem best er að selja. Tilraun með gotkassa. Frh. afbls. 117. hvolpum milli 7 daga og 30.6. urðu 20 hvolpar og námu að með- altali 0,4 hvolpum á paraða læðu. Eins og fyrr var getið gáfu smákassar góða raun í fyrra, en einnig þá voru mikil hvolpavan- höld. Ef til vill má að nokkru kenna um miklum hita á hluta gottímans og mjólkurskeiðinu. í smákössunum verða lítil loft- skipti og því verður loftið í þeim heitt og rakt á heitum dögum. Jafnvel þó smákassinn sé mjög auðveldur í meðförum virðist hann vera alltof þröngur til þess að refalæða með hvolpahóp þrif- ust vel í honum. Tilraunin verður endurtekin a.m.k að hluta, næsta ár. (Júlíus J. Daníelsson þýddi). Freyr 103

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.