Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 31

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 31
Á myndinni sést hvar jarðskautsvírinn hefur verið settur saman, eftir að hann hafði verið slitinn i sundur þegar grafið var fyrir nýrri skólplögn. bráðri hættu. Til að undirstrika það andvaraleysi, sem þama virð- ist hafa ríkt gagnvart sambindingu skal þess getið, að önnur spennu- jöfnunartaug hafði áður verið lögð frá töflu í fjósinu og tengd vatnskerfi þess, en þessi taug hafði verið tekin úr sambandi vegna breytinga á vatnslögn, og lá óvirk uppi á hillu. En hver skyldi hafa verið höf- uðorsök alls þessa? Hún var sú, að grafinn hafði verið langur skurður frá íbúðarhúsinu fyrir nýja skólp- lögn með þeim afleiðingum, að jarðskautin höfðu verið slitin í sundur á fjórum stöðum, auk þess sem skautið frá sjálfum spennist- öðvarstaumum hafi verið skorið í sundur rétt við staurinn, trúlega með sláttuþyrlu. Jarðskautin að Vindási voru því að miklu leyti óvirk og slitin í sundur á mörgum stöðum, án þess að hlutaðeigandi bóndi og gröfu- maður gerðu sér grein fyrir hætt- unni og tilkynntu til viðkomandi rafveitu, eins og ætti að gera í svona tilfelli. Þetta er því skóla- bókardæmi um þann vanda sem fjallað hefur verið um í þessum tveimur greinum. Síðara dæmið um slys vegna þess að spennujöfnun var ekki fyrir hendi er frá árinu 1973, en þá drápust átta mjólkurkýr af raflosti á básum sínum á bænum Snær- ingsstöðum í Vatnsdal. G.G. Eftirfarandi vísur eru eftir Sigur- björn Kristjánsson bónda á Finns- stöðum í Kaldakinn sem látinn er fyrir nokkmm árum. Sumir sjá Eins mig fýsir alltaf þó göngur í ævintýraljóma en þær eru það ekki í hugum allra svo sem hér er lýst. FjaUskilareglugerðm nýja. Leiðrétting í síðasta erindi í Ijóði Sturlu Frið- rikssonar í „Altöluðu á kaffistof- unni“ á bls. 29 í 1. tölublaði, slæddist inn villa. Síðasta línan er þar hin sama og síðasta lína í 2. erindi. Rétt er erindið þannig: Vatnið áfram beiskju ber, sem blandað væri engifer í svolitlu af genever og sett í appelsín, og steymir ofan alla Rín á laufblaði einnar lilju sem Leutens brennivín. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Smölun er æ þeim manni um megn sem má hvorki þola storm né regn Best er að sérhver búandþegn sé bálreiður haustið út í gegn. Þú skalt æða yfír storð aldrei mæla hlýleg orð Svipurinn þarf að minná á morð ef menn eiga að smala á annað borð. Hendi skal upp á móti hönd þá heima- eru smöluð lönd Orðin þá ekki valin vönd vestur um Glámu og Barðaströnd. Er réttinni safnið rennur nær reynir á þol og fímar tær, Hver sem þá ekki er orðinn ær ætti ekki að teljast gangnafær. Ef rekstur nálgast þú reiðast átt og rífast um allt bæði stórt og smátt Tvístra’onum öskra og hoppa hátt — og hirð’ann svo bara — ef það er fátt. FREYR 119

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.