Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 24
Eiríkur Helgason, varahlutafulltrúi B.í. Ferð til Tékkóslóvakíu Pann 1. október síðastliðinn lögðum við 27 ferðalangar upp ílO dagaferð til Þýskalands og Tékkóslóvakíu í boði Istékk, umboðsaðila Zetor á íslandi. Verður nú ferðinni lýst upp úr dagbókarbrotum undirritaðs. 1. dagur: Samkvæmt áætlun Flugleiða átti að leggja af stað til Luxemborgar kr. 7:30 að morgni og koma til Lux kl. 12:00 að staðartíma, en vegna bilunar á flugvélinni var brottför frestað til kl. 13.30. í Luxemborg beið okkar vel búin rúta og ágætur bflstjóri. Þessi farkostur fylgdi okkur allan tímann. Um kvöldið var ekið til Heidelberg, gamallar háskóla- borgar, en lítið sáum við af þessari sögufrægu borg og var það miður því að enginn hafði komið þar áður. Þarna var gist. 2. dagur: Frá Heidelberg var ekið sem leið lá til Núrnberg og skoðuð Fella-verksmiðjan. Eins og bændur vita framleiðir Fella vinsælar heyvinnuvélar sem Gló- bus er umboðsaðili fyrir. Þar vor- um við leiddir í gegnum allar deildir verksmiðjunnar. í sýning- arsal sáum við allar vélar sem Fella framleiðir. Þá var okkur boðið í hádegismat og drukkum við með honum einn líter af bjór sem virðist vera venja þeirra Mið- Evrópumanna. Eftir heimsóknina til Fella var ekið um miðborg Núrnberg með þýskum farar- stjóra. Sýndi hann okkur allt það markverðasta, m.a. torg það þar sem nasistaflokkur Hitlers hélt ársfundi sína. Þá sáum við einnig „gömlu borgina“, sem er gamalt borgarvirki með u.þ.b. 5 km löngum múrum. Frá Núrnberg ókum við til Bamberg sem er 12 000 þús. manna bær og gistum þar. 3. Dagur: Frá Bamberg ókum við til tékknesku landamæranna. Búið var að segja okkur ýmsar sögur úr fyrri ferðum af seina- gangi og erfiðleikum þar. Það kom því skemmtilega á óvart að þegar við komum að landamæra- stöðinni var löng röð af bflum sem biðu, en við vorum teknir fram fyrir og vorum komnir í gegn á rúmri klukkustund. Var nú stefn- an sett á Karlowy Vary, frægan heilsulindarstað, sem áður hét Karlsbad. Þar gistum við á 200 ára gömlu hóteli sem bar það stóra nafn Internationale Grand Hotel Moskva. Þar gistum við í tvær nætur. Auðséð var að hótelið hafði verið „Grand“ þegar það var byggt. Sem dæmi þá var herbergið mitt um 40 m2 svo að sæmilega var rúmt um okkur tvo. í Karlowy Vary eru mjög þekktar heilsu- lindir. Vatn kemur upp úr jörðu 35°—85° C heitt og er með ýmsum steinefnum og fl. og er drukkið við alls konar sjúkdómum. Vatnið er drukkið úr þar til gerðum postulínskönnum sem fólk gekk með úti á götum. Ekki heyrði ég minnst á að ferðafélagarnir hafi Framleiðsla Fella-verksmiðjunnar skoduð. 112 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.