Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 23
hita annarra stöðva frá síðari tím- um, til dæmis 1951—1980, má svo ætlast á um hitann á miklu fleiri stöðvum á þessu 140 ára tímabili, jafnvel hvern dag ársins, og þá einnig hitasummu hvers dags í meðalári. Eftir þessum gögnum um hita- far, og svo athugunum á gróður- fari og búnaðarháttum, hef ég árætt að setja fram 5. töfluna, um heppilegan tíma til að byrja dreif- ingu áburðar og slátt á nokkrum stöðum á Iandinu, í meðalári. Af þessu ættu menn að geta ráðið, hverjar þessar dagsetningar ættu að vera annarstaðar. í einstökum árum er svo hægt að gefa um það bendingar, eftir daglegum athug- unum á hita, hvað vorið eða sumarið er langt á undan eða eftir því sem tíðkast í meðalári, á þess- um veðurstöðvum. Til dæmis um áraskiptin í þessu efni skal hér sýnt í 6. töflu, hverjar voru út- reiknaðar dagsetningar fyrir fyrstu dreifingu áburðar og sláttubyrjun á Hvanneyri á árunum 1978— 1985. Mestu munar frá árinu 1979 til 1980. Þess má geta að 5 af þessum 8 árum munaði ekki nema 0—2 dögum á útreiknuðum og raunverulegum sláttutíma, en hin árin var munurinn allt að 9 dögum. Þar getur þó komið fleira til en hitinn, til dæmis óþurrkar, þegar grasið er að verða þroskað, eða mismunandi fyrirætlanir um háarslátt. Ef til þess kæmi, að leiðbeining- ar yrðu gefnar bændum um þessi efni, þyrftu þær að berast ekki sjaldnar en einu sinni í viku, og þá helst í útvarpi eða sjónvarpi. En jafnframt væri æskilegt, að athug- anir á gróðurfari og búnaðarhátt- um yrðu auknar á veðurstöðvum, ekki síst um byrjun áburðar og sláttar. Með því gætu leiðbeining- arnar smám saman orðið betri og markvissari. Refahús á góðu verði Smídum stálgrindahús fyrir refa, minka og laxaeldi, tilbúin til uppsetningar á sökkul. Boltuö saman 1 mœni. Stœröir eftir pöntun. Eigum á lager 10,8 — 13 og 14 m breiö hús. Tökum einnig aö okkur alla almenna járnsmiöi. Leitiö tilboöa. Smiðjuvegi 28 — sími 78590 Póshólf 504, 202 Kópavogur Freyr 111

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.