Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 17
Niðurstöður tilraunarinnar. Ef borinn er saman hvolpadauði frá sjö daga aldri til 30. júní koma í ljós meiri afföll í tilraunahópn- um. Ástæðan fyrir þessu getur verið sú að læðan annað hvort troði hvolpa til bana vegna þrengsla eða að það sé of heitt og rakt í kassanum. Menn komust að raun um að mjög rakt varð í kössunum á heitum sumardögum. Geldar læður uðru fleiri í saman- burðarhópunum og kemur það fram í niðurstöðum um frjósemi. Prófun fjögurra mismunandi gotkassa. Reyndar voru fjórar mismunandi gerðir gotkassa á tilraunabúinu í Maxom árið 1986. Á töflu 4 sést hvernig hópum var skipað. Tveir þriðju hlutar af læðunum voru hvolpalæður. Kassarnir voru settir í göngubúin þegar eftir got. Samanburðarhópur. Venjulegur trékassi, smækkaður, með lausum botni í „forstofunni". Lausi botninn er í sömu hæð og inngangurinn í kassann en lægri en opið inn í innra hólfið. Botninn var settur í „forstofuna" til þess að ef læðan dregur með sér hvolp út þegar hún er á leið út úr kassanum og hvolpurinn lendir í „forstof- unni“ þá á hann auðvelt með að komast aftur inn í innra hólfið. Homlistar eru stærri en á venju- legum kössum. Gólfrými verður því minna og þéttara á hvolpa- hópnum. Kassalokið er á hjörum. Það þjónar að nokkru leyti sem matborð á þeim tíma þegar kass- anum hefur verið snúið við og hvolparnir eiga að fara að éta fóður. Tilraunahópur 1. Að útliti líkist kassinn venjulegum gotkassa sem stendur upp á endann. Rýmið milli kassaloks og loks á innra hólfi er svo lítið að læða og hvolpar komast þar ekki fyrir. Á loki innrahólfs er rimla- gluggi sem er luktur með spjaldi sem má lyfta án þess að opna þurfi Mynd 1. Smákassi (53x33x31 cm) með áföstum inngangi. Mynd 2. Venjulegur gotkassi úr tré (lengdxbreiddxhœð, 70x42 cm) sem notaður var í samanburðarhópnum 1985. Mynd 3. Venjulegur gotkassi úr tré (70x45x42 cm) með inngangi. Freyr 105

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.