Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1987, Qupperneq 18

Freyr - 01.03.1987, Qupperneq 18
A Ahrif skinneiginleika á vero Skilgreining á fjárhagslegu vægi skinneiginleika hjá minkum og refum. Grein þessi er samin af Outi Lohi/Ejnar Börsting (DK), Einar Einarsson (N), Maja Valtonen/Ulla Joutsen (SF) og Gabrielle Lagerkvist (S), sem allir eru meðlimir í N.J.F. Greinin birtist í blaðinu Dansk Pelsdyrarl, 10. tbl. 1986. Loðskinn búa fyrir mörgum eigin- leikum sem hafa áhrif á verð. Þeir mikilvægustu eru: gæði, stærð, litur (dökkt/ljóst) og hreinleiki lit- arins. Allir þessir eiginleikar eru háðir erfðum og því á að taka tillit til þeirra þegar reynt er að bæta dýrastofninn með úrvali. Þegar samtímis þarf að vinna með marga eiginleika verður kynbótastarfið flókið — allir þekkja þá aðstöðu að þurfa að meta hvort t.d. mikil gæði geti vegið upp lélegan lit eða mikil stærð lakari gæði. Sú niðurstaða sem verður þarf að byggjast á þekkingu á stöðu búsins, erfðum eiginleikanna og þeim áhrifum sem eiginleikarnir hafa á skinnaverð. Leiðina í kyn- bótastarfinu þarf að velja í sam- ræmi við kynbótamarkmiðin. Staða búsíns. Yfirlit yfir flokkun skinna á ein- stökum búum sýna að mikill breytileiki er milli búa. Til þess að velja virkustu kynbótastefnuna þarf að hafa glögga vitneskju um framleiðslu búsins. Hið Skandin- aviska uppboðskerfi með ársupp- gjöri yfir framleiðslu einstakra bænda borið saman við meðaltal landsins, auk möguleikanna á ein- staklingsmerkingum skinna, gefur góða möguleika á virku kynbóta- kerfi sem vísar einstökum bænd- um rétta leið. Erfðír. Arfgengi eiginleikanna og breyti- leikinn innan stofnsins auk fjölda dýra sem nota skal til undaneldis ákveður hve mikið er hægt að breyta eiginleika milli kynslóða. Hve mikil áhrif breyting þessi hef- ur á skinnaverð er háð fjárhags- Iegu mikilvægi eiginleikans og því hvað samtímis gerist með aðra eiginleika. Framleiðslueiginleikar eru alls ekki alltaf óháðir, breyting á einum orsakar oft já- kvæða eða neikvæða breytingu á nokkrum öðrum. Það er því mikil- vægt að aðlaga úrvalið nokkrum eiginleikum eftir áhrifum þeirra á skinnaverðið. Áhrif. Það er einkennandi fyrir loðskinnaframleiðslu að verð get- ur breyst mikið milli ára og jafnvel milli uppboða, sömuleiðis breytist verðmunurinn milli flokka sé litið yfir lengra tímabil. í kynbóta- starfinu er því mikilvægt að vita hvernig hinir mismunandi eigin- leikar hafa áhrif í samanburði við aðra sé litið til lengri tíma. Til þess að nálgast þessa vitn- eskju hafa upplýsingar um sölu minkaskinna á árunum 1971— 1975 verið unnar. Þá voru tekin sænsk og finnsk minkaskinn af af- brigðunum scanblack, pastel og safír. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn hafa síðan verið notaðar við leiðbeiningar og reglusetning- ar um útreikninga á topplistum. Mynd 1. Áhríf gæða á verð danskra scanblack skinna 1983/84 Högnaskinn Læðuskinn 100 94 89 84 100 90 61 52 Mynd 2. Áhrif gæða á verð danskra pastelsknvna 1983/84. Högnaskinn Læðusinn 100 97 91 86 100 96 88 81 SS S I II SS S I II SS S I II SS S I II 186 Freyr

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.