Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1987, Page 23

Freyr - 15.04.1987, Page 23
hendi að verka í plastpokum súrs- að fóðurkál, rófur, næpur og hvað hverjum og einum dettur í hug eins og áður er sagt. Þeir sem rækta bygg standa með pálmann í höndunum. Dýrin. Kerlingarnar geta átt unga 5 sinn- um á tveimur árum, frá 4—12 í hvert skipti. Algengt er að ung- arnir séu farnir að éta eftir 3 daga. Umgangast ber dýrin með varúð og þau eru tekin upp með berum höndum. Bóndi, sem kominn er vel af stað og náð hefur tökum á þeim, gæti sett 20 kerlingar til eins karldýrs, nú svo ganga tvö í dag, eitt á morgun, þá tekur hann þær frá honum þessar þrjár og lætur saman í búr. Þær gjóta þá með 1— 3 daga millibili í sama hreiðurbúr- inu, samkomulag er gott milli þeirra. Um 1—2 dögum eftir got er rétt að setja þær til karls því að um 70—75% geta haldið þá aftur. Skinnafjöldi sem þarf í loðpels nr. 42 stk. Bisam (bakskinn) .......... 80—100 Bisam (kviðskinn).......... 100—120 Chinchilla íkorni ......... 130—200 Folald ........................ 6—8 Blárefur .................. 10—14 Kanína .................... 30—40 Karakúl lamb............... 24—26 Moldvarpa ................. 300—400 Minkur ....................... 40—60 Fenjabjór ................. 26—34 Selur, kópar .............. 7—8 Steinmörður................ 40—50 Þvottabjörn ............... 20—30 Eftir 6—8 vikur er stíað frá þeim, karlungar settir sér og kvenungar sér, aldrei má bæta í hópinn seinna dýrum því að stéttarskipt- ing er allsráðandi, þau drepa að- komudýrið. Skinnaverkim og sala skinna. Við getum notað sömu tækin og refabændur. Þau nýtast allt árið því að dýrunum er lógað þegar feldurinn hefur náð sínum falleg- asta blæ. Hárin eru mjög þétt, allt að 144 á fermillimetra. Við notum sömu söluaðila og selja refa- og minkaskinn okkar. í þessum at- riðum þurfum við enga nýja fjár- festingu. Verð á skinnunum hefur verið 40—60% af skinnaverði blá- refs, en við höfum aftur á móti meira en helmingi fleiri skinn á ári frá hverri kerlingu ef vel gengur. Annað. Árið 1932 voru fluttir til landsins 6 fenjabjórar, (buslur nefna sumir þau), 4 kvendýr og 2 karldýr. Bóndi eða bændur á Suðurlandi áttu þau í 2 ár en þau voru ekki látin fjölga sér en lifðu góðu Iífi af okkar fóðri. Man ekki einhver eftir þeim og gæti sagt mér hvar þau voru og hverjir áttu þau ? STAMFORD RAFALAR BÆNDUR ATHUGID: Við höfum STAMF0RD rafala í mörgum stærðum, fyrir vatnstúrbínur og rafstöðvar. Áratuga góð reynzla. Hafið samband við: S. STEFÁNSSON & C0. HF. Grandagarði 1 b Pósthólf 1006 121 Reykjavík Sími 91-27544 Freyr 311

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.