Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1987, Qupperneq 9

Freyr - 15.05.1987, Qupperneq 9
Bændabókhald í Eyjafirði Viðtal við Hauk Steindórsson bónda í Þríhymingi og Halldór Ámason ráðunaut hjá B.í. Fyrir nokkru voru staddir samtímis í Reykjavík þeir Haukur Steindórsson bóndi í Þríhyrningi í Eyjafirði og Halldór Árnason ráðunautur og tölvufrœðingur hjá Búnaðar- félagi íslands sem einnig er búsettur í Eyjafirði. Haukur Steindórsson fœrir búreikninga sína. (Ljósm. Geslur Hansson). í Eyjafirði hefur verið unnið brautryðjendastarf í svokölluðu bændabókhaldi á undanförnum árum og fór blaðið þess á leit við þá félaga að segja frá því. Brugð- ust þeir vel við þeirri bón. Hvert vaz upphaf að bænda- bókhaldi? Haukur: Upphafið má rekja til umræðna hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar um að finna tiltölu- lega auðvelda leið til að tölvuvæða búreikningahald fyrir bændur al- mennt. Samhliða því var umræða um töluvæðingu búnaðarsam- bandanna til almennari nota en áður, t.d. gerðar áburðaráætlana. Síðan varð til starfshópur til að vinna að því að skipuleggja þessi mál í samvinnu nokkurra aðila. í hópnum voru Ævarr Hjartarson, Halldór Ámason, Gísli Karlsson, Ketill A. Hannesson, Jóhann Ólafsson, Pétur Hjálmsson og Jón Viðar Jónmundsson. Þeir þrír fyrsttöldu hafa svo fylgt þessu eftir og komið því í framkvæmd. Það var svo hafist handa að gera þessa tilraun í Eyjafirði og til þess hafði héraðið vissa kosti? Haukur: Já, inn í þessa mynd kom að nýta viðskiptareikninga bænda við Kaupfélag Eyfirðinga, (KEA), til þess að auðvelda þessa vinnslu og minnka vinnu við skráningu upplýsinga. Þetta var sett upp á þann hátt að kaupfélagið tók sérstakt afrit af viðskiptareikningi bóndans þar sem síðan var möguleiki að lykla inn á vegna bókhaldsins. í Eyjafirði fara viðskipti bænda við mjólkurbú og sláturhús inn á viðskiptareikning kaupfélagsins og stór hluti af rekstrarvöru- kaupum bænda er einnig viðskipti við kaupfélagið. Þarna var því fyrir sú aðstaða að verulegur hluti af færslum búreikninganna kom inn á viðskiptareikning kaupfé- lagsins. Með því að hafa þetta vinnsluafrit til þess að lykla inn á þá sparast mikil skráning bæði fyrir bóndann og þann sem vinnur þetta inn á tölvu. Það eru sem sagt bein tengsl á milli tölvunnar hjá KEA og tölvu búnaðarsambands- ins sem vinnur bændabókhaldið. Þær skilja hvor annars merki. Hverjir unnu þetta verk á vegum búnaðarsambandsins? Ævarr Hjartarson ráðunautur og framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar var þátttakandi í þessum starfshópi og hann vann að því að koma þessu í fram- kvæmd á búnaðarsambandssvæði okkar ásamt Guðmundi H. Gunn- arssyni ráðunauti, sem að stærst- um hluta hefur annast bændabók- haldið hjá okkur. Það voru nokkr- ir bændur sem komu inn í þetta í eins konar prufuverkefni fyrsta árið, 1983. Síðan gerist það að Halldór flytur norður í Eyjafjörð. Var sá flutningur tengdur þessu verkefni? Freyr 377

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.