Freyr - 01.09.1987, Síða 7
Búrekstrarkönnun á svæði
Búnaðarsambands Vestfjarða
Út er komin skýrsla um búrekstrarkönnun á
svæði Búnaðarsambands Vestfjarða. Bú-
rekstrarkönnun þessi er unnin að frumkvæði
Búnaðarsambands Vestfjarða og er þar leitað
fyrirmyndar í hliðstæðri könnun sem Ræktun-
arfélag Norðurlands lét vinna á árinu 1986
fyrir allt Norðurland. Þeir sem unnu að þeirri
könnun voru fengnir til að sjá um framkvæmd
þessa verks á Vestfjörðum ásamt ráðunautum
Búnaðarsambands Vestfjarða. Úrvinnsla
upplýsinga var að mestu í höndum Jón Viðars
Jónmundssonar.
Jarðir sem könnunin náði yfir voru alls 229,
þar af voru 135 jarðir þar sem ábúendur hafa
og áforma að hafa framleiðslu á mjólk og/eða
dilkakjöti sem aðaltekjuöflun. Innlögð mjólk
í mjólkursamlög á þessu svæði var verðlagsár-
ið 1984/’85 2.924 þúsund lítrar en óskir bænda
á svæðinu eru um að auka framleiðsluna upp í
3.817 þúsund lítra. Meðalframleiðsla á bú var
verðlagsárið 1984/’85 um 29 þúsund lítrar en
óskir eru um 47 þúsund lítra meðaífram-
leiðslu.
Innlagt dilkakjöt á svæðinu haustið 1985
var 600 tonn, en óskir eru um 682 tonna
framleiðslu. Þar ber að hafa í huga að fjár-
laust var í Barðastrandarhreppi þegar könn-
unin fór fram vegna riðuveikiniðurskurðar.
Pegar sauðfjárrækt í sveitinni verður tekin
upp að nýju, svo sem bændur þar hafa rétt til,
verður lítill munur á framleiðslu bænda og
óskum þeirra í því efni. Meðalframleiðsla á
sauðfjárbú haustið 1985 var 3,2 tonn en óskir
eru um 4,1 tonns meðalframleiðslu.
Eins og þessar upplýsingar bera með sér
eru bú á svæðinu að jafnaði lítil. Verðlags-
grundvallarbú í mjólkurframleiðslu, með 22
kýr, gera ráð fyrir 77,7 þúsund lítra mjólkur-
framleiðslu á ári, en 400 ærgilda fjárbú,
verðlagsgrundvallarbú, leggur inn 7,6 tonn af
kindakjöti.
Meðalaldur bænda á svæði Búnaðarsam-
bands Vestfjarða var 52 ár árið 1986. Af
bændum eru 13% 30 ára og yngri, 41 % 31—
55 ára, 32% 56—69 ára og 14% 70 ára og
eldri.
Veginn meðalaldur fjósbygginga hjá þeim
bændum sem hafa mjólkurframleiðslu að að-
altekjuöflun er 16 ár og fjárhúsbygginga 19 ár
hjá þeim sem stunda sauðfjárrækt sem aðal-
tekjuöflun. Nýting fjósbygginga á svæðinu var
74% og fjárhúsbygginga 73%. Ber þar að
hafa í huga að fjárlaust var í Barðarstrandar-
hreppi þegar könnunin fór fram, en í Vestur-
Barðastrandarsýslu var nýting fjárhúsbygg-
inga 52%.
Borinn er saman fjöldi kúa og sauðfjár á
svæðinu árin 1978 og 1985. Þar kemur fram að
fækkun kúa er aðeins 11 kýr eða 1,0% en
sauðfjár 15.077 fjár eða 28%. Árið 1985 er
3,0% kúa á landinu á svæði Búnaðarsam-
bands Vestfjarða, 5,5% sauðfjár, 1,5%
hrossa, 2,8% svína, 2,0% hænsna og 7,0%
refa.
Af þeim upplýsingum sem í skýrslunni er að
finna má lesa að hefðbundinn búskapur á
Vestfjörðum á undir högg að sækja í ýmsu
tilliti. Undirlendi er viða takmarkað og rækt-
un er þannig erfiðleikum bundin. Brattir
fjallvegir og lélegt vegakerfi eru einnig hemill
á búrekstur sem þarf á greiðum samgöngum
að halda, svo sem mjólkurframleiðsla og
loðdýrarækt.
Á hinn bóginn eru möguleikar til búhátta-
breytinga miklir á svæðinu. Skilyrði til loð-
dýraræktar eru þar mjög góð þar sem að-
gangur að fiskúrgangi er ríkulegur víða á
svæðinu. Pá eru víða góðar aðstæður til fisk-
eldis og hafa þær þegar verið nýttar að hluta.
Nýting hlunninda hefur um aldir verið snar
þáttur í lífsbjörg fólks á þesu svæði. Þar má
Frh. á bls. 659.
Freyr 655