Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1987, Qupperneq 8

Freyr - 01.09.1987, Qupperneq 8
Sumir munu ekki taka fé aftur eftir riðuniðurskurð Viðtal við Þórarin Þórarinsson í Vogum í Kelduhverfi. Kelduhverfi í Noður-Pingeyjarsýslu er ein af þeim sveitum þar sem riðuveiki hefur herjað á undanförnum árum og þar sem niðurskurður vegna riðuveiki hefur farið fram. Til að frœðast um þau mál og fleira leitaði ég til Pórarins Pórarinssonar í Vogum. Hjónin María Pálsdóttir og Pórarinn Pórarinsson í Vogum og dóttursonur þeirra Hjörtur Logi Dungal. (Ljósm. med viðlalinu tók M.E.). Fyrst spyr ég hann um búskap hans. Við María Pálsdóttir, kona mín, búum hér félagsbúi með börnum okkar og bróður mínum Guð- mundi. Við höfum búið hér með blandaðan búskap að undanförnu ásamt nokkurri vinnu utan heim- ilis. Kúabúið hefur verið lítið, átta kýr og geldneyti. Við höfum selt mjólk síðan 1963 en þá hófst mjólkursala héðan úr sveitinni til Húsavíkur. Það voru um tíma yfir 30 bændur sem seldu mjólk úr Kelduhverfi og Öxarfirði til Húsa- víkur en í sambandi við tankvæð- inguna dróst þetta saman og núna eru aðeins tveir mjólkurfram- leiðendur í Kelduhverfi og enginn í Öxarfirði. Við vorum líka með fjárbú og undanfarin ár höfðum við þetta um 400 fjár á vetrarfóðrum. Á síðasta hausti var svo skorið hér allt niður vegna riðuveiki. Þá var veikin búin að gera mikinn usla hjá okkur en hún var einna svæsn- ust hér á þessum bæ í sveitinni. Hvenær kom veikin upp hér ? Það var í kringum 1980 og enginn veit hvaðan hún kom. Hún kom upp í Laufási, fyrst bæja í Keldu- hverfi, líklega upp úr 1970 og var að breiðast hér út um sveitina síðan, bætti svona einum og tveimur bæjum við á ári. Skaðinn hér á bæ var ekki verulegur fyrr en núna síðustu tvö árin. Á öðrum bæjum þar sem veikin hafði verið jafnlengi eða lengur gerði hún aldrei teljandi skaða þannig að hún hagaði sér breytilega milli bæja. Það var svo ákveðið að ganga til atlögu við veiknina með þvi að skera niður sjúkar hjarðir ? Já, það náðist samstaða í öllu svokölluðu Skjálfandahólfi, þ.e. milli Jökulsár í Öxarfirði og Skjálfandafljóts, veturinn 1985/86 Pum að leita eftir stuðningi til að skera niður allar sjúkar hjarðir á þessu svæði haustið 1986 og það var gert. En þá var áður búið að skera eitthvað niður á þessu svæði? Pað var búið að skera niður fjórar hjarðir áður hér í Kelduhverfi og það var gert vegna þess að veikin var orðin svæsin á þeim bæjum. Einn þessara bæja er Laufás og þar var skorið niður 1973 og tekið fé aftur strax sama haustið. Samt sem áður kemur veikin þar ekki upp aftur fyrr en að sjö árum liðnum. Hins vegar kemur hún upp á næsta bæ við Laufás, Aust- urgarði, strax næsta ár eftir að skorið var niður í Laufási og er þar viðvarandi allan tímann til haustsins 1984. Menn vita þannig ekki á hvern hátt veikin berst. Það var svo samið um tveggja ára fjárleysi þar sem skorið var niður 1986 og bændur á svæðinu 656 Freyr

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.