Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1987, Page 15

Freyr - 01.09.1987, Page 15
Loðdýrabúið í næsta mánuði, október Lausleg þýðing á grein eftir Hans Pedersen, ráðunaut á Norður-Jótlandi, sem birtist í Dansk Pelsdyravl nr. 9, 20. sept. 1986. Sumarið er mjög rólegur tími á minkabúum en einmitt þegar þannig stendur á er ástæða til að vinna ýmsa undirbúningsvinnu sem getur létt mönnum störfin þegar meira er að gera. Á búinu er mjög mikilvægt að fóðrunin sé í föstum skorðum. Fóðurnotkunin fer minnkandi vegna þess að lengdarvexti dýr- anna er Iokið og þynging þeirra er vegna þess að þau eru að fitna. Varðandi fóðurstyrkinn þarf að fara ákveðna málamiðlunarleið. Annars vegar vilja menn skammta fóðrið í dýrin og hins vegar halda þeim rólegum. Mjög erfitt er að gefa upp réttan fóðurleysistíma þar sem hann er mjög háður styrk fóðursins. Hafi menn fóðrað þannig að dýrin hafi verið fóð- urlaus í 4 klst. hið mesta er mönnum óhætt að halda því áfram. Ef tíminn er verulega lengri veldur það miklum sveiflum í efnaskiptum dýranna og það get- ur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Til viðbótar verða dýrin mjög árásargjörn, þegar fóðrað er ef fóðurleysistíminn er langur. Það getur Ieitt til feldbits o. fl. Hins vegar er mikilvægt að offita dýrin ekki því að það hefur slæm áhrif á feldgæðin, einkum varð- andi afturhluta skinnanna (hoft- erne), sírennsli á þvagi o. fl. Menn skulu ætíð minnast þess að í búrinu gildir sú regla að sá sterk- ari étur fyrst þannig að skömmtun á fóðri kemur mun meira niður á öðru dýrinu. Flestar fóðurstöðvar breyta fóð- urlistanum þannig á þessum tíma að minni hætta er á þeim vanda- málum sem hér hafa verið nefnd. Hey. Á tímabilinu fram að feldum er afar mikilvægt að hey sé á köss- unum og það í ríkulegu magni. Hey er ódýrt og nóg af því þannig að engin ástæða er til að spara það. Heyið hefur margs konar og mismunandi verkanir. í fyrsta lagi tryggir það að hreiður dýranna sé þurrt og hlýtt. Pað hreinsar bæði feldinn og kassann og að lokum kemur það að einhverju leyti í veg fyrir ýmislegt óæskilegt, svo sem feldnag. Ef drasl er í kassanum ber að sjálfsögðu að fjarlægja það. Lífdýraflokkun. Lífdýraflokkun er verk sem á að vera í gangi allt árið því að færa á allar athugasemdir á kortin jafn- óðum og menn taka eftir ein- hverju sem að gagni má koma. Allt neikvætt sem skrifað er á kortin á að leiða til þess að við- komandi dýr séu drepin. Fyrsti hluti flokkunarinnar, búrflokkuninn, getur hæglega far- ið fram í september. Þá er valið fyrir stærð og útbreiðslu hvítra bletta. Nú er einnnig hægt að fara yfir öll kort og velja frá dýr úr of litlum gotum og seint fædd. Sem meginreglu er gott að miða við það að setja ekki á læður úr minni gotum en 5 hvolpa og högna úr 6 hvolpa. Þeir sem taka þátt í skýrsluhaldi skulu velja eftir frjó- semiseinkunn gotsins, hún er skráð á hvolpakortin. Ekki skal velja hvolpa úr gotum sem mikið hefur drepist úr. Fara skal vandlega í gegnum læðukortin og kemur þá í ljós hve mikilvægt er að hafa skráð athuga- semdir á þau. Læður sem hafa átt í goterfið- leikum, misst mikið af hvolpum eða mjólkað lítið, á að felda. Einnig þarf að athuga aldur læð- anna. Það er í lagi að gera „stand- ard“ og „villilæður“ þriggja ára en árangur þeirra þriðja árið er oft lélegur. Gera má ráð fyrir að minkalæður geti skilað tveimur góðum gotum. Ekki er ástæða til að vera feim- inn við að vera með mikið af hvolpalæðum þar sem þær skila iítið sem ekkert lélegri frjósemi en fullorðnar læður. Skoða þarf vandlega árangur högnanna. Allir gamlir högnar og lélegir pararar eiga að vera dauðir. Það sem hægt er að meta á þessum tíma er einungis frjó- semin. Það er því sjálfsagt og nauðsynlegt að frjósemisupplýs- ingarnar liggi fyrir. Hér gildir einnig sú regla að meðaltalið þarf að vera 6 hvolpar á paraða læðu. Frjósemi er sá þáttur sem hefur mest áhrif á afkomu minkabúsins og því bera að hafa hana í hávegum. (Pýðing Björn Halldórsson). Framleiðsluverð á heyi Búreikningastofa landbúnaðarins hefur áætlað kostnað við fram- leiðslu á heyi árið 1987. Verðið er um kr. 7,20 á kg, fullþurrt í hlöðu. Freyr 663

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.