Freyr - 01.09.1987, Page 16
Sigurður Gunnarsson frá Skógum
Lónaengiö góöa
í Austur-Sandi í Öxarfiröi, N.-Þing.
Önnur grein.
Á síðastliðnu ári skráði undirritaður smágrein í búnaðarblaðið Frey um afbrigða gott og
gjöfult flœðiengi, Lónaengið í Austur-Sandi í Öxarfirði, sem notað var um aldabil og
reyndist mikil gullnáma tveggja stórbýla sem það áttu, Skóga og Ærlœkjarsels. Og
raunar nutu þess líka að nokkru ýmsar fleiri jarðir.
í þeirri grein lýsti ég aðeins
staðháttum, lýsti hvar engið var
og birti myndir sem gáfu góða
hugmynd um það. Einnig rakti ég
sögu engisins studda svo sterkum
rökum að hún verður tæpast ve-
fengd, lýsti með fáum orðum
hvernig vatninu var náð af enginu
á vorin og hve gjöfult þetta engi
var og ómetanlegt fyrir þessar bú-
jarðir.
En þetta var nánast aðeins ytri
umgjörðin. Grastegundum lýsti ég
ekki og minntist ekki heldur á
vinnuaðferðir hvorki við hey-
skapinn né heldur það mikla verk
sem í því fólst að moka út ósinn
eins og það var alltaf nefnt, — að
grafa skurðinn stóra og djúpa
gegnum sandölduna á hverju vori
til þess að geta hleypt vatninu af
enginu.
Skal nú úr því bætt með nokkr-
um orðum samkvæmt tilmælum
ritstjóra Freys.
Er þá rökréttast að byrja fyrst á
vinnuaðferðunum við skurðgröft-
inn því að ekki nýttist engið ef
vatnið náðist ekki af því.
Þetta mun jafnan hafa verið
nokkurra daga verk fyrir marga
menn allt frá upphafi. Eftir að ég
fór að muna vel eftir mér og taka
þátt í störfum fullorðna fólksins,
hefur það tæpast tekið minna en
viku og áreiðanlega aldrei færri en
tíu karlmenn fullorðnir sem að því
unnu frá þessum heimilum. Oft
voru líka nokkrir bændur af
öðrum bæjum í sveitinni sem
fengu þá ávallt greitt kaup sitt í
heyi. Svo þarf tæpast að taka fram
að allir smástrákar og unglings-
piltar voru þarna með og var þetta
mikill hamingjutími fyrir þá. Þeir
664 Freyr