Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1987, Side 17

Freyr - 01.09.1987, Side 17
Timburstokkurinn lagður gegnum sandeiðið. fengu að sjálfsögðu mikið að leika sér, og þarna var kjörið og áhuga- vert leiksvið fyrir þá af ýmsum ástæðum sem óþarft er að lýsa. Fullyrða má að allt frá upphafi og líklega fram undir 1930 hafi verkið verið unnið með handverk- færum, rekum af ýmsu tagi. Eftir að ég fór að muna eftir mér veit ég með vissu að faðir minn, sem var góður smiður á tré og járn, smíð- aði þessar rekur fyrir flesta sem að verkinu unnu. Þær voru með sterku blikkblaði, ekki stóru, og töluvert löngu skafti. Léttar rekur af þessu tagi komu sér einkar vel því að sandinum þurfti að kasta langt vegna þess hve meiri hluti skurðsins var djúpur. Einhvern tíma á árunum milli 1915-1920 var byrjað að nota hesta- rekur við skurðgröftinn, og eins og nærri má geta var það bæði mikill flýtisauki og léttir við verkið. Nokkur síðustu árin komu svo jarðýturnar kraftmiklu og urðu til enn meiri léttis og hagræðis en fyrr. En alltaf var þetta engu að síður mikið og kostnaðarsamt verk. Loks kom verkfræðingur nokk- ur með þá hugmynd að réttast væri að leggja allvíðan timbur- stokk gegnum sandeiðið. Hann ætti örugglega að geta flutt vatnið af enginu og hlyti að endast um langt árabil. Eigendur jarðanna samþykktu þetta og var verkið framkvæmt með verulegum kostnaði eins og nærri má geta vorið 1934 eða 1935. Þetta gekk sæmilega nokkur næstu árin, vatnið náðist þolan- lega út svo að hægt var að nýta engið. En nú gerðust brátt ýmsar og raunar óvæntar breytingar sem ollu því að dagar þessa góða og gjöfula engis voru senn taldir. Fyrst er þá að nefna það að víkin inn af sandeiðinu grynntist mikið í stórbrimi eitt haustið, svo að vatnsrennslið að stokknum tepptist verulega. í öðru lagi skemmdist stokkurinn mikið hvað eftir annað í stórbrimum hausts og vetrar. í þriðja lagi gerðist svo það, sem ég gat um síðast í fyrri grein minni, að nýr tími hélt innreið sína og gjörbreytti búskap- arháttum bænda. Sú breyting, eða raunar bylting, olli því að engja- heyskapur lagðist nær alls staðar niður, og svo varð einmitt á bú- jörðunum stóru í Skógum og Ær- lækjarseli í Öxarfirði. Vatninu af Lónaenginu góða var síðast hleypt af vorið 1958 og engið þá nytjað að nokkru í síðasta sinn. Tæpast þarf að taka fram að auðvitað þurfti að hafa gott eftirlit með vatnsrennslinu gegnum sand- eiðið allt sumarið þangað til engjaheyskapnum lauk. Það var Freyr 665

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.