Freyr - 01.09.1987, Qupperneq 22
Hilmar Hálfdánsson, kennari,
Bændaskólanum á Hvanneyri
Um heimaöflun
Rafsuða og logsuöa á bændabýlum
Alltafer ígangi umrœða wn heimaöflun bœnda og virðist ekki afveita áþessum „síðustu
og verstu tímum“.
Hilmar Hálfdánsson.
Fortíö.
Frá örófi alda hafa bændur þessa
lands orðið, stétta helst, að bjarga
sér sjálfir. Pá er átt við nauðsyn
ýmissa viðgerða á búinu ásamt
uppbyggingu.
Ef skoðaðir eru gamlir hlutir,
t.d. frá því um síðustu aldamót,
sést hvílíkir hagleiksmenn ýmsir
bændur og bændaefni hafa verið.
Nægir þar að nefna Ólafsdals-
plóginn. Einn slíkur stendur á
stalli í anddyri heimavistar
Bændaskólans á Hvanneyri fólki
til ánægju og yndisauka. Þessa
plóga smíðuðu nemendur Búnað-
arskólans í Ólafsdal eftir fyrirsögn
kennara síns. Til eru margar góðar
leiðbeiningabækur handa bænd-
um frá fyrri árum og jafnvel
öldum. Má þar geta sérstaklega
vandaðrar og skilmerkilegrar
leiðbeiningabókar með sérlega
góðum vinnuteikningum sem
Sveinn Sveinsson fyrsti skólastjóri
á Hvanneyri samdi, útgefin 1875.
Nútíö.
Breytingar hafa eins og allir vita
orðnar þær að bændur lifa nú í
annarri veröld miðað við það sem
var áður fyrr þó að búpeningurinn
sé samur við sig. Mestar eru þó
breytingarnar á húsakosti og vél-
væðingu. Þá hefur og fólki fækkað
á býlunum og þar af leiðandi er
minni tími til alls konar smíða,
hvort heldur er á tré eða járn. En
hlutina verður eigi að síður að
endurnýja og halda við.
í framhaldi af því verður bónd-
inn að sjálfsögðu að vanda til
viðgerðartækja, bæði hvað varðar
verð þeirra og notagildi.
Val á tækjum.
í þessari stuttu grein verður lítil-
lega rætt um einn þátt þessara
viðgerða og smíðatóla, en það eru
málmsuðutæki. Er þar fyrst og
fremst um að ræða þær tvær gerðir
sem algengastar eru á bændabýl-
um hér á landi, þ.e.a.s. hina
„venjulegu“ rafsuðu, sem hér
verður nefnd „pinnsuða“ og svo
„gastæki", (acetylen og oksygen).
Þó skal getið þeirra rafsuðu sem
hvað helst ryður sér til rúms á
málmiðnaðarverkstæðum en hún
er nefnd „Hjúpsuða“ (Mic-mag).
Þessi tegund rafsuðu hentar illa
bændum þar sem hún er lítið fær-
anleg úr stað.
„Pinnsuða".
Bændur hafa margir komið sér
upp rafsuðutækjum og sumir eru
bráðsnjallir að nota þau. Margir
eru þeir þó, sem betur mættu
gera.
Gildi rafsuðueignar fer nokkuð
Ólafsdalsplógur stendur á slalli í anddyri heimavistar Bœndaskólans á Hvanneyri.
(Ljósm. frá Hvanneyri lók M.E.).
670 Freyr