Freyr - 01.09.1987, Side 25
Landbúnaðarhagfræði
Gunnlaugur A. Júlíusson
LANDBÚNAÐAR-
HAGFRÆÐI
Áætlanagerð
Landbúnaðarpólitík
ÚTGEFANDI: STÉTTARSAMBAND BÆNDA
im
Út er komið ritið „Landbúnaðar-
hagfræði“ eftir Gunnlaug A. Júl-
íusson hagfræðing hjá Stéttarsam-
bandi bænda. Ritinu er einkum
ætlað að vera bændum til
leiðbeiningar um rekstrarhagfræð-
ibæði til sjálfsnáms og í hópvinnu
undir handleiðslu leiðbeinanda.
Leiðbeiningarnar eru settar
fram með því að setja upp dæmi
um búrekstur þar sem síðan er
leitað leiða til úrbóta á rekstr-
inum.
í formála ritsins segir:
„Það er því brýnna en nokkru
sinni fyrr að vegur rekstrarhag-
fræðinnar fari almennt vaxandi í
landbúnaðinum. Að því ber að
stefna að hún verði smám saman
jafn sjálfsagt hjálpartæki við bú-
reksturinn eins og þær marg-
brotnu vélar og tæki sem sjálfsögð
þykja á hverju meðalbúi í dag, en
voru óþekktar fyrir 20 árum.
Landbúnaður er fjármagnsfrek at-
vinnugrein, og það er eðlileg krafa
að fjármagnið sé nýtt á þann veg
sem hagkvæmast er fyrir bændur
og neytendur.
Hlutverk þessarar bókar er
meðal annars að vekja athygli á
nauðsyn þess að sinna fjármálun-
um jafn vel og búfénu, og að
benda á leiðir í því sambandi. Það
er nauðsynlegt fyrir hvern þann
sem fæst við búrekstur að hafa
tiltækar upplýsingar um rekstrar-
lega stöðu fyrirtækisins og að
grípa í taumana áður en í óefni er
komið. Einnig geta menn, með
góðu og skipulögðu eftirliti, kom-
ið í veg fyrir sóun fjármuna, og
aukið þannig tekjur sínar, án þess
að kosta miklu til.“
Útgefandi ritsins er Stéttarsam-
band bænda og annast það einnig
dreifingu þess.
Ritið kostar kr. 300.
Slátrun verði flýtt
Landbúnaðarráðuneytið og Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins hafa
sent eftirfarandi bréf til slátur-
leyfishafa og formanna búnaðar-
sambanda:
„Landbúnaðarráðuneytið og
Framleiðsluráð landbúnaðarráðu-
neytisins hvetja sláturleyfishafa og
bændur til að hefja slátrun
sauðfjár eins fljótt og kostur er á
komandi hausti.
Á þessu ári voraði vel, svo að
gróður fór snemma af stað og
trénar því fyrr en í meðalári.
Lömb hafa því vaxið hratt og hafa
náð allt að 20 kg fallþunga um
miðjan ágúst, en um leið eru þau
sum orðin á mörkum þess að falla
í mati vegna of mikillar fitu.
Reynslan hefur sýnt, að fitusöfn-
un eykst ört, þegar grös eru farin
að tréna.
Á sl. hausti féllu um 805 tonn af
dilkakjöti í mati vegna of mikillar
fitu og mikið af því kjöti er enn
óselt, þar sem ekki er til nægur
markaður fyrir slíka framleiðslu.
Hinn 1. ágúst voru óseldar birgðir
af D II og D II 0 644.000 kg af
tæplega 1.500 tonna innvigtun sl.
haust í báðum þessum flokkum.
Það er því mikilvægt að allra úr-
ræða sé leitað til að koma í veg
fyrir að lömb verði of feit við
slátrun í haust, þar sem það veldur
miklu tjóni fyrir framleiðendur á
kindakjöti og spillir fyrir sölu
kindakjöts á markaðnum. Fyrir
einstaka framleiðendur skiptir
það líka miklu máli að fylla ekki
fullvirðisrétt sinn með verðskertri
vöru, sem lítill markaður er fyrir.
Stjórnendur sláturhúsa og
bændur eru því hvattir til að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að fé
komi til slátrunar á þeim tíma,
sem tryggir sem best gæði fram-
leiðslunnar. Lögð er áhersla á að
slátrun hefjist ekki síðar en um
mánaðamótin ágúst/september.
Ástæða er til að beina óskum til
sveitarstjórna og upprekstrarfé-
laga um að gera ráðstafanir til að
flýta göngum og réttum, svo að
auðveldara verði að ná framan-
greindum markmiðum.“
(Fréttatilkynning frá landbúnaðarrúdu-
neylinu.)
Freyr 673