Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1987, Side 39

Freyr - 01.09.1987, Side 39
Að þessu er veríð að vinna. Á Möðruvöllum eru nú gerðar tilraunir í fjósi með mjólkurkýr þar sem reynt er hve mikið er hægt að láta kýr mjólka á sem minnstum fóðurbæti með heyfóðri, (s.l. vetur 1 kg á dag eftir burð). Skipulagningu þessara tilrauna og umsjón hefur Bragi Líndal Ólafsson. I jarðrækt er unnið að rann- sóknum á frostþoli og svellþoli plantna bæði í frystikistum inni í húsi en einnig í túntilraunum þar sem einnig er kannað hvort sýru- stig eða kölkun iarðvegs hafi áhrif í þá veru að auka eða minnka kal. Veg og vanda af kaltilraunum hef- ur Bjarni E. Guðleifsson. Þá hef- ur Bjarni gert nokkrar tilraunir á berjarunnum, einkum afbrigðum af sólberjum. Tilraunir með áburðar- og sláttutíma hafa verið gerðar og bíða niðurstöður þeirra endanlegs uppgjörs en hafa verið kynntar á fræðslufundum á Norðurlandi. Þá eru í gangi tilraunir með hag- kvæmni í áburðarnotkun. Nefndar áburðartilraunir eru á vegum Jó- hannesar Sigvaldasonar. Á því túni sem Tilraunastöðin átti þegar hún var á Akureyri eru enn í gangi tvær tilraunir með áburð. Eru það reitir sem hafa fengið sömu meðhöndlun í hart- nær hálfa öld. Fosfórlausir reitir frá því 1938. Spretta þeir enn furðu vel en löngu er dautt í þeim sáðgresi. Þá eru þarna reitir sem annars vegar hafa fengið kjarna og hins vegar kalsaltpétur frá því 1945. Enginn munur er á þessum áburðartegundum í uppskeru eða gróðurfari túnsins en nokkur munur er í efnasamsetningu heys og jarðvegs. Ábyrgðarmaður að þessum gömlu tilraunum er Bjarni Helgason. Á þeim dögum þegar þessar línur eru ritaðar er verið að hefja byggingu á minkahúsi sem hýsa á innfluttar minkalæður í sóttkví. Á síðan að fjölga þessum innflutta mink og selja til kynbóta til minkabænda vítt og breitt um landi. Einnig er fyrirhugað að gera athuganir og tilraunir í þessu minkahúsi eftir því sem tilefni gefst. í framtíðinni er ætlunin að nýta vel tilraunafjósið og fjölga tilraun- um með mjólkurkýr og annan nautpening. Kalrannsóknir verða einnig efldar og kannað þol fleiri plöntutegunda sem þol verður reynt á. Er m. a. fyrirhugað að kanna á næsta vetri frostþol á Alaskaösp í samvinnu við Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Áburðartilraunir, eink- um hvað varðar hagkvæmni í áburðarnotkun, verða áfram gerð- ar en í því sambandi er nokkurt verk fyrir höndum að gera upp og birta niðurstöður tilrauna sem þegar hafa verið gerðar. Er þá að sinni lokið að segja frá Tilraunastöðinni á Möðruvöllum. Jóhannes Sigvaldason. ÞARSEMÞIÐ ERUÐ AÐ STORFUM -ERUM VID LÍKA BLNAÐARBANKI ÍSLANDS TRAUSTUR BANKI cc CD < 2

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.