Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 7
Fjármögnun og skipulag leiðbeiningaþjónustu og rannsókna í landbúnaði Fjármögnun og skipulag leiðbeininga og rannsókna í landbúnaði hér á landi eru mjög til umræðu um þessar mundir. Aðal tilefni þess er að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á fjárveitingum til þessara mála- flokka. M.a. er gert ráð fyrir að fjárveitingar til ráðunautastarfsemi Búnaðarfélags íslands lækki að raungildi um 25% og til launa hér- aðsráðunauta um sama hlutfall. Til rannsókna í landbúnaði eru m.a. felldar niður fjárveit- ingar til allra tilraunastöðva nema einnar. Jórt Helgason landbúnaðarráðherra lét bóka fyrirvara við þessa málsmeðferð við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í ríkisstjórn og kom því til leiðar að skipuð var nefnd þriggja alþingismanna, einum frá hverjum stjórnar- flokki, til að gera tillögur um fjárveitingar til ýmissa málaflokka landbúnaðar. í nefndinni sitja Páll Pétursson, Egill Jónsson og Eiður Guðnason. Töluverðar umræður og skrif hafa orðið í framhaldi af áðurnefndum niðurskurði í fjár- lagafrumvarpinu og ályktanir borist frá félagasamtökum að því tilefni, m.a. ályktun frá Stéttarsambandi bænda sem birtist í 21. tölublaði Freys. Bent hefur verið á að niðurskurður fjár- veitinga til þessara mála sé í hróplegu ósam- ræmi við málefnasamning þann sem ríkis- stjórnin setti sér þegar hún var mynduð á sl. sumri en þar segir: „Menntun, starfsfræðsla og rannsóknir í landbúnaði verði efldar.“ Augljóst er að nú á tímum mikilla breytinga í landbúnaði eru rannsóknir, leiðbeiningar og önnur fræðsla helsta tryggingin sem unnt er að veita fyrir því að farsællega verði siglt gegnum þann ólgusjó. Svo sem vænta má hefur þetta „útspil“ fjár- málaráðherra vakið furðu margra. Þær skýr- ingar hans að afgreiða þurfi hallalaus fjárlög og að atvinnuvegirnir skuli yfirtaka kostnað við þjónustugreinar sínar eru góðra gjalda verðar. Hins vegar dettur engum í hug að unnt sé að endurskipuleggja rannsókna- og leiðbeiningastarfsemi í landbúnaði á þann hátt sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir á þeim dögum sem líða frá því fjárlög eru sam- þykkt, skömmu fyrir jól, uns þau taka gildi, hinn 1. janúar 1988. Gildir þar einu hvort skera ætti niður mannafla og kostnað við hann um fjórðung eða ákveða ætti nýjar leiðir til fjármögnunar á þessari starfsemi. Það er því að vonum að ýmsir láta þau orð falla að hér sé verið að tefla pólitíska skák. Slíka skák má tefla samkvæmt leikreglum lýð- ræðisins en ekki gefið fyrirfram hvernig hún teflist. Feir sem bera fyrir brjósti þörf á rannsóknum og leiðbeiningum í landbúnaði ættu ekki að hafa ástæðu til að kvíða henni. Staða þeirra er mjög góð; rök fyrir eflingu rannsókna, leiðbeininga og kennslu í land- búnaði eru augljós og glapræði að bregða fæti fyrir þá starfsemi. Um leið er full ástæða til að þessi starfsemi sé sífellt í endurskoðun. Fað hefur hún einnig verið og má þar benda á þá miklu áherslu- breytingu sem orðið hefur í starfi Búnaðarfé- lags íslands og búnaðarsambandanna á síðari árum. Fyrir tíu árum störfuðu um 16 ráðu- nautar B.í. eingöngu við hefðbundnar bú- greinar en nú vinna aðeins tíu að þeim störf- um. Sjö til átta ársverk ráðunauta eru nú unnin á vegum félagsins í nýbúgreinum. Á sama hátt starfa hátt í tíu héraðsráðunautar að meira eða minna leyti að loðdýrarækt. Frh. á bls. 944. Freyr 935

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.