Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 25
Minkabúið í næsta mánuði, janúar Lausleg þýðing á grein eftir Vilhelm Weiss ráðunaut á Mið-Jótlandi. Greinin birtist í Dansk Pelsdyravl nr. 12 1986. Nú er að ljúka sölutímabili þar sem verðsveiflur hafa verið mikl- ar. Margir ætla að hafa það náð- ugt milii jóla og nýárs en einhverj- ir ætla þá e.t.v. að vinna mikið og eiga náðuga daga milli nýárs og jóla! Janúar og febrúar eru mánuðir hreingerninga. Á flestum búum eru mörg búr tóm á þessum tíma og því mjög auðvelt að hreingera þau ef verður leyfir. Hafa ber í huga að sótthreinusnarefni þurfa lágmark 4°C hita til að verka. Af þessari ástæðu er því skynsamlegt að draga það fram undir pörun að taka við nýjum dýrum séu menn að skipta um stofn vegna þess að sá gamli var sýktur. Auk þess að nota janúar til þrifa er ágætt að yfirfara ný dýr á búinu, hafi það ekki verið gert áður. Einnig er tilvalið að athuga hvaða dýr gáfu bestu afkomend- urnar. Allir ásettir hvolpar eru lífdýr en það eru ekki öll lífdýr jafn góð, einkum eru þau breytileg ef mikið hefur verið fjölgað á búinu. f>að er mjög mikilvægt að finna bestu dýrin, bæði högna og læður þann- ig að hægt sé að para þau saman og mynda þannig grunninn að nýj- um lífdýrum komandi haust. Þegar búið er að finna bestu hvolpana geta menn fundið for- eldra þeirra og jafnvel haft þau í sama hópi og hvolpana. Mat á gæðum fullorðinna dýra, byggt á afkomendum þeirra, er öruggara en mat sem einungis er byggt á einstaklingnum sjálfum. Þetta þarf að fara fram undir ljósi og gildir það bæði um refi og minnka. Mikilvægt er að refirnir séu skoð- aðir undir ljósi þannig að hægt sé að meta hreinleika þeirra vand- lega. Æski menn þess að fram- leiða blendinga samhliða hrein- rækt á ref þurfa menn að tryggja það að bestu dýrin séu í hreinrækt. Sjálfsagt er að nota sæðingar í hreinrækt þar sem flestir bestu högnarnir eru á sæðingarstöðvum. Fóðnm. Algengt er að haga fóðrun í janúar þannig að dýrin leggi lítillega af allan mánuðinn. Margir lenda í vandræðum í miklum frostum ef dýrin hafa lagt of hratt af. Það er því jákvætt að velja um áramótin vigtardýr; bæði högna og Iæður. Þessi dýr eru síðan vigtuð reglu- lega og þungi þeirra, jafnframt mati á holdafari, notaður til að meta ástand annarra dýra á búinu. Ef notað er þurrfóður ættu menn að velja nokkur dýr og einstakl- ingsfóðra þau í dálítinn tíma og athuga þannig fóðurnotkun Sem kunnugt er áraði illa í land- búnaði í norðanverðri Evrópu árið 1987. Verst mun útkoman hafa orðið í Finnlandi. Mikið af ökrum lenti undir vatni, allt að 15 cm djúpu áður en það tókst að bjarga uppskerunni. Tugþúsundir manna sem gegna þeirra. Eti dýrin of lítið þarf að grípa til aðgerða. Eðlilegt er að menn leitist við að stjórna holda- fari dýranna því að það getur haft áhrif á frjósemina. Á það skal þó bent að öllu má ofgera og fóð- urstjórnun einnig. Lendi menn í því, þrátt fyrir allar varúðarráð- stafanir, að dýrin verði of mögur og mikið frost komi, getur verið nauðsynlegt að fóðra allt að 4—5 sinnum á dag og stoppa vel með heyi í kassana og ofan á þá. Munið að ef snjór lendir á heyinu á hreiðurkössunum verður heyið rakt þegar snjórinn þiðnar og þá verður að skipta um hey. Það ríður á miklu að dýrin hafi hlýjan og þurran stað að liggja á. Þetta gildir einnig um refina, þeir eiga að hafa aðgang að vetrarkassa eða skjólhillu. Rannsóknir síðustu ára benda til þess að dýrin borgi fyrir fyrirhöfnina. Ég vil ljúka jólaspjalli mínu með því að óska öllum sem tengj- ast loðdýrarækt gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Pýðing: Björn Halldórsson herþjónustu voru fengnir til að uppskera með handafli það sem ekki varð uppskorið á annan hátt. Áætlað er að skaðinn nemi sem svarar 55 milljörðum íslenskra króna. (Landsbladet, 6. nóv. 1987) Erfiðleikar í fínnskum landbúnaði. Freyr 953

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.