Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 17
Kornsláttur á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum. (Myndir tók M.E.) Komrækt í Austur-Landeyjum Seint í september sl. lagði fréttamaður Freys leið sína austur í Landeyjar til að kynna sér kornrækt þar um slóðir. Uppskerustörf voru þá í fullum gangi þó að nokkuð hvasst væri. í verðurlýsingu þennan dag var um morguninn rigning á Vatns- skarðshólum í Mýrdal og á Hellu en þá var þurrt allan daginn í Austur-Landeyjum. Þetta sögðu heimamenn að væri ekkert óal- gengt þegar vindur stæði af Eyja- fjallajökli sem bæði dregur úr úr- komu og hækkar hita þar í sveit. Það töldu menn einnig hluta af skýringu á því að kornrækt væri auðveldari í Austur-Landeyjum en í sveitum vestanvið sem nytu ekki skjóls af fjöllum. Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli hefur manna mest beitt sér fyrir kornrækt í Austur-Land- eyjum. Ég leitaði því til hans til að fræðast um stöðu þeirra mála og fylgir frásögn hans hér á eftir: Upphafið. Það mun hafa verið árið 1981 að við sjö bændur í Austur-Land- eyjum sáðum komi í nokkra hekt- ara í tilraunaskyni. Við fengum lánaða skurðþreksivél á Sáms- stöðum til að uppskera um haustið og þetta koma þannig út að við vildum ekki gefast upp. Uppskera var að vísu misjöfn eða frá þremur tunnum á ha upp í tæpar 30, meðaltal rúmlega 10. Veturinn eftir stofnuðum við komræktarfélagið Akra sf. 13 bændur í Austur-Landeyjum og Hólmabæjum og þá um vorið fest- um við kaup á tveimur kornsláttu- vélum af JF-gerð sem fluttar eru inn frá Danmörku, en Glóbus er innflytjandinn. Þær eru byggðar utan um dráttarvél þannig að við gátum notað okkar eigin vélar og fengum þar af leiðandi ódýrari vélar. Við fórum strax fyrsta haustið með kornið upp í Stórólfsvallabú- ið á Hvolsvelli þar sem þeir Jó- hann heitinn Franksson og Krist- inn Jónsson á Sámsstöðum höfðu sett saman fóðurblöndu sem byggðist á graskögglum og byggi ásamt fiskimjöli og steinefnum. Inn í þessa reynslu gengum við og það var mjög góð samvinna. Nú, þetta þróaðist áfram hjá okk- ur og jókst, þó að sumurin væru misjöfn til kornræktar. Magnús Finnbogason í kornakri heima á Lágafelli. Stórólfsvallabúið lagt niður. Síðan er það sl. vor eða síðla vetrar að við stöndum frammi fyrir því að Stórólfsvallabúið muni ekki verða rekið áfram. Við gerð- um tilraun til að tryggja áframhaldandi rekstur þess með Freyr 945

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.