Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 30
Á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins 11. nóvember sl. gerðist m.a. þetta: Framleiðslugjald af mjólk á verðlagsárinu 1986/’87. Lagður var fram endurskoðaður reikningur um framleiðslugjald af mjólk vegna verðlagsársins 1986/ ’87. Einnig var lagt fram uppgjör Samtaka afurðastöðva í mjólkur- iðnaði vegna sama verðlagsárs. Samkvæmt þessum reikningum ber bændum að greiða kr. 80.185.196 vegna verðskerðingar á umframmjólk á sl. verðlagsári. Afurðastöðvarnar, (mjólkursam- lögin), þurfa hins vegar að greiða enn meira en það sem þær inn- heimta hjá bændum, eða kr. 101. 297 þúsund, m. ö. o. dugar út- flutningsverðið aðeins til að greiða hluta af vinnslukostnaði. Lántaka vegna Verð- miðlunarsjóðs mjólkur. Skýrt var frá því að teknar hafa verið að láni kr. 70 milljónir til að greiða upp í tekjuvöntun mjólkur- samlaganna fyrstu sex mánuði þessa árs. Þetta lán verður endur- greitt með verðmiðlunargjaldi sem innheimt verður frá nk. ára- mótum til vors. Með þessari lántöku er aðeins greiddur hluti af tekjuvöntun mjólkursamlaganna en hún nam alls kr. 111.657 þúsund á þessu tímabili hjá þeim samlögum sem skilað hafa reikningum. Áætluð tekjuvöntun hjá fjórum samlögum sem hafa ekki skilað reikningum er á sama tíma 8,5 millj. króna til viðbótar. Greiðslur Framleiðsluráðs til rekstrar sérgreinafélaga vegna sl. verðlagsárs. Eftirfarandi ályktun var gerð: „Framleiðsluráð landbúnaðarins samþykkir að greiða 50% af inn- heimtufé skv. 25. gr. laga nr. 46/ 1985 vegna verðlagsársins 1986/ 1987 til viðurkenndra sérgreina- félaga, þó ekki hærri fjárhæð til einstaks félags eða landssambands en kr. 576.000. Þau samtök sem falla undir þessa reglu eru: Leitað verði eftir samþykki ráð- herra fyrir þessari meðferð fjár. Þessi fjárhæð er 11,83% af öllum innheimtum gjöldum af bú- vörum á sl. verðlagsári skv. 25. gr. búvörulaganna. Sá fyrirvari er gerður varðandi greiðslu til Sambands eggjafram- leiðenda að því aðeins verði féð greitt að Félag alifuglabænda og S.E. sameinist í eitt landssam- band. Jafnframt var ákveðið að óska eftir að búgreinafélögin skili eftir- leiðis ársreikningum og starfsáætl- un til Framleiðsluráðs. Uppgjör sauðfjárafurða á verðlagsárinu 1986/’8Z. Mikið var rætt um uppgjör á sauðfjárafurðum frá sl. verðlags- ári. Enn hefur ekki verið sett reglugerð um framkvæmd þess uppgjörs. Endurgreiða þarf afurðalán út á birgðir gamals kjöts og óuppgerðir eru útflutnings- bótareikningar að upphæð hátt í kr. 400 milljónir vegna kjötút- flutnings á sl. sumri. Ekki er unnt að greiða þá reikninga fyrr en settar hafa verið reglur um það hvernig innheimta eigi fé til verð- jöfnunar vegna þess kjöts sem fellur undir verðskerðingu og vegna kjöts sem Framleiðnisjóður greiðir. Styrkur til kvikmyndagerðar. Lögð var fram umsókn frá Félagi hrossabænda og Búvörudeild Sambandsins um styrk til að gera kvikmynd um ísland og íslenska hestinn sem ætluð er til sýningar víða um heim. Myndin heitir „Flestur guðanna". Ákveðið var að vísa málinu til Markaðsnefndar og Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins til með- ferðar. Fundur NBC á íslandi. Kynnt var fundargerð frá fundi í íslandsdeild NBC. (Nordiske bondeorganisationers Central- rád). Þar kom fram að Haukur Halldórsson hefur tekið við for- mennsku í deildinni af Inga Tryggvasyni. Jafnframt var þar rætt um fyrirhugaðan aðalfundi NBC árið 1989 sem haldinn verð- ur á íslandi í annarri viku ágúst- Fjárhæð kr. Samband eggjaframleiðenda.............................. 402.973 Æðarræktarfélag íslands.................................. 2.160 Samband garðyrkjubænda................................. 416.968 Félagkjúklingabænda.................................... 152.939 Svínaræktarfélag íslands .............................. 576.000 Landssamband kartöflubænda ............................ 162.296 Landssambandsauðfjárbænda ............................. 576.000 Landssamband kúabænda ................................. 576.000 Félag hrossabænda ..................................... 108.869 Samband ísl. loðdýraræktenda (fái 75% af innheimtu fé)............................ 33.608 3.007.813 958 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.