Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 22
Grófhakkavél. Það þarf öflugar vélar til að vinna á því margvíslega hráceti sem notað er í loðdýrafóður. Úr vélasal Fóðurslöðvar Suðurlands, hér velda mötun á hakkavél og blandara. önnur flát heima á búunum og mælt um leið. Minni stöðvarnar eru enn með kör eða stampa, sem fóðrið er viktað í og flutt út á búin. Fóðurráðunautur Búnaðarfé- lags íslands semur fóðurlista fyrir fóðurstöðvarnar, þar sem tekið er tillit til þeirra hráefna sem að- gengileg eru hverju sinni. Árinu er skipt í grófum dráttum niður í fjögur fóðurtímabil. Tímabil 1 stendur frá lokum pelsunar og er hœðarmunur á gólfi notaður til að auð- fram að pörun. Tímabil 2 stendur frá pörun og nokkuð fram yfir got, eða þar til hvolparnir fara að éta sjálfir. Tímabil 3 nefnist vaxtar- skeið og stendur fram í septem- ber. Þá tekur við 4. tímabil, sem stendur fram til pelsunar. Hvert tímabil hefur sínar sérþarfir, sem koma fram í fóðurlistum hvers tímabils. Fóðurstöðvarnar senda reglulega fóðursýni til rannsóknar og fylgjast þannig með því að fóðrið standist þær kröfur sem gerðar eru til þess. Félagsleg uppbygging fóðurstöðva. Núna eru starfandi 13 félagslega reknar fóðurstöðvar. Auk þess eru nokkrir loðdýrabændur með eigin fóðurgerð. Áf fóðurstöðvun- um eru átta reknar sem hlutafélög í eigu loðdýrabænda og í nokkrum tilfellum einnig annarra aðila. Tvær eru reknar sem samvinnufé- lög loðdýrabænda og þrjár eru reknar af öðrum fyrirtækjum skv. samningi við loðdýraræktarfélagið á viðkomandi stað. Allar fóðurstöðvarnar, auk nokkurra einstaklinga, eru aðilar að Sambandi fóðurframleiðenda, sem er hagsmunafélag framleið- enda votfóðurs fyrir loðdýr. Hlut- verk þess hefur verið að ná heildarsamningum um hráefni og vera samstarfsvettvangur allra votfóðurframleiðenda í þeim fjöl- mörgu hagsmunamálum sem þeir eiga sameiginleg. Þekldng. Fóðurstöðvarnar eru flestar ungar að árum og ýmsir barnasjúkdómar Fóðureftirlit. Fóðursýni eru lekin hvern dag sem framleitt er. Þau eru geymd í 6-8 vikur og gripið til þeirra ef afföll verða sem rakin eru til fóðursins. Vikulega eru send fóðursýni til efnagreiningar og orku- mœlingar. 950 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.